Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 23 5. ÞEGAR FULLORÐIÐ FÓLK BRÝTUR LÖG Við erum með lög og reglur og það er líka séð til þess að þeim sé fylgt eftir. Hver sér um að farið sé eftir reglum heima/í bekknum? Hvað gerist ef þið brjótið eina af reglunum? Vitið þið hver sér um að farið sé eftir lögum á Íslandi? Það er lögreglan sem sér um að farið sé að lögum á Íslandi. Ef fullorðið fólk gerir eitthvað sem stenst ekki lög, er það í verkahring lögreglunnar að stoppa það. Lögreglan þarf oft að rannsaka málið til að komast að því hvað hefur gerst, til að vera alveg viss um að fullorðnir hafi í raun gert eitthvað sem er bannað. Þegar lögreglan er að rannsaka málið talar hún við alla og spyr þá margra spurninga. Ef lögreglan kemst að því að fullorðið fólk hafi gert eitthvað ólöglegt þá verður úr því dómsmál. Þar geta einn eða fleiri dómarar ákveðið að hinn fullorðni skuli leita sér hjálpar til að hætta að brjóta lögin og sumir fara jafnvel í fangelsi á meðan verið er að rannsaka málið. Þegar fullorðið fólk þarf að sitja í fangelsi getur það ekki brotið af sér á meðan og það verður til þess að vernda þann sem brotið var á. Þegar einhver er settur í fangelsi, verður það vonandi til þess að hann átti sig á að það sem hann gerði er stranglega bannað. Það getur líka komið í veg fyrir að aðrir brjóti af sér. Barn sem er brotið á kynferðilega getur oft borið hlýjar tilfinningar til þess sem brýtur á því. Það getur orðið til þess að barnið hefur áhyggjur af því sem gæti gerst ef sá fullorðni fer í fangelsi. Þetta getur komið í veg fyrir að barnið segi frá. Það getur því verið góð leið að tala ekki mikið um að gerandanum verði refsað í fangelsi heldur útskýra að fangelsi sé staður þar sem viðkomandi getur fengið hjálp til að hætta að gera það sem er bannað með lögum. TIL KENNARA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=