Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

22 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Er þetta löglegt? Nei, það er ekki löglegt! Í lögum á Íslandi segir að fullorðnir og ungt fólk megi ekki snerta kynfæri barna eða biðja þau um að snerta kynfæri sín. Það er kallað kynferðislegt ofbeldi. Í lögunum er útskýrt að kynferðislegt ofbeldi getur verið allskonar og snert allan líkamann ekki bara kynfærin. Kynferðislegt ofbeldi getur verið þegar fullorðnir eða ungt fólk: • vill knúsa eða snerta kynfærin, leggöng, munn eða rass barns, • biður börn að snerta sín eigin kynfæri, leggöng, rass eða brjóst. • biður börn um að snerta kynfæri sín eða snerta kynfæri hvert annars. Það er líka kynferðislegt ofbeldi að sýna börnum kynferðislegar myndir eða kvikmyndir af fullorðnum í kynferðisathöfnum eða taka myndir eða sýna myndir af börnum í kynferðislegum athöfnum eða uppstillingum. Kynferðis- ofbeldi getur valdið líkamlegum sársauka en það er ekki alltaf þannig. Stundum finnst börnum það sem er gert við þau spennandi eða gott, því það getur stundum vakið góða tilfinningu í líkamanum. Það er samt ekki leyfilegt fyrir fullorðna eða ungmenni að snerta börn. Það vita allir fullorðnir. Eru börnin að gera eitthvað ólöglegt? Nei! Ef fullorðnir eru að snerta kynfæri barna þá er það alltaf sá fullorðni sem er að gera eitthvað ólöglegt. Eins og þið munið kannski eftir úr fyrstu myndinni þá höfum við lært að börn mega vera forvitin og skoða og snerta önnur börn ef þau eru nokkurn veginn á svipuðum aldri, jafn sterk og vilja bæði taka þátt. En fullorðnir eða ungt fólk hefur aldrei leyfi til að snerta kynfæri barna. Börn mega ekki snerta kynfæri annarra barna sem vilja það ekki eða eru yngri og minni. 03:05

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=