Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

18 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 5. SEGJUM STOPP Stundum þegar börn leika sér og gantast með öðrum börnum getur það verið mjög skemmtilegt til að byrja með en svo allt í einu verður það ekki gaman lengur. Hvað getið þið gert ef ykkur finnst leikurinn ekki lengur skemmtilegur? Hvernig getið þið sýnt að þið viljið ekki halda leiknum áfram? Þá getið þið sagt STOPP! Og ef hitt barnið hættir ekki skulu þið segja einhverjum fullorðnum frá. Hvað gerið þið ef annað barn segir STOPP í leik? Ef önnur börn segja STOPP þegar þið eruð að leika verðið þið að hlusta á þau. Þá er leikurinn búinn eða það þarf að breyta leikreglum þannig að öllum líði vel. Við þurfum að læra að við eigum að segja STOPP ef aðrir gera eitthvað sem okkur líður ekki vel með, eða gerir eitthvað sem má ekki gera. En stundum getur verið erfitt að segja STOPP þegar verið er að leika við önnur börn. Sum geta orðið leið meðan önnur taka því vel. Þá er mikilvægt að hlusta hvert á annað og breyta leiknum þannig að öllum líði vel og vilji vera með eða að þið farið í annan leik. Mörg börn geta átt erfitt með að segja STOPP við fullorðinn einstakling eða einhvern sem er eldri, stærri eða sterkari. Hvað getið þið gert ef þið getið ekki sagt stopp eða ef þið gerið það og það er ekki hlustað á ykkur? Ef eitthvert ykkar í bekknum lendir í þessu er mikilvægt að þið segið fullorðnum frá því. Í bekknum eiga öll börn að upplifa öryggi og eiga að geta sagt frá ef eitthvað slæmt hefur gerst. Þið eigið að vera örugg og geta sagt frá hvað gerðist. 03:06

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=