Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 17 Börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oftast tæld inn í ofbeldissambandið. Til að byrja með geta börn stundum upplifað sambandið sem náið og jákvætt og ofbeldið getur verið spennandi eða aukið vellíðan. Það er því mikilvægt að tala ekki eingöngu um kynferðislegt ofbeldi sem eitthvað vont eða sársaukafull. Það getur aukið skömm og sektarkennd hjá börnum ef þau sjálf upplifa ofbeldið ekki sem sársaukafullt. Börn þurfa að vita að burtséð frá því sem þau gera og hvernig þeim líður gagnvart þeim sem fremur ofbeldið að það er aldrei börnunum að kenna. Nánar er fjallað um þetta þema í mynd 4: Það er aldrei þér að kenna. Er fullorðnu fólki leyfilegt að snerta kynfæri barna? Nei, fullorðnir og ungt fólk má aldrei snerta kynfæri barna. Eldri börn hafa ekki leyfi til að snerta kynfæri yngri barna því að það getur líka valdið þeim skaða. Hvernig heldurðu að börnum gæti liðið ef fullorðnir snerta kynfæri þeirra og beita þau ofbeldi? Ef fullorðinn beitir barn kynferðislegu ofbeldi getur það skaðað líkama barns á sama hátt og ef börn eru lamin eða verða fyrir annars konar áföllum. Það sést ekki endilega á líkamanum en það skaðar tilfinningar og líðan barna þannig að það getur orðið dapurt, hrætt og líður eins og það sé með sársaukafullan hnút í maganum. Stundum koma tilfinningarnar ekki strax fram og það getur stundum liðið einhver tími þar til vondar tilfinningar koma fram. Andleg líðan barna sem verða fyrir ofbeldi getur haft miklar afleiðingar fyrir þau. Þess vegna er mikilvægt að segja fullorðnum frá ef kynferðislegt ofbeldi á sér stað. Sama hvort barnið verður fyrir líkamlegum eða andlegum skaða eða hvort barninu líði vel og upplifi spennu þá er það bannað samkvæmt lögum að fullorðnir og ungt fólk beiti börn kynferðislegu ofbeldi. Alltaf. TIL KENNARA „ÞÚ“ EÐA „ÞIГ? Í þessum kennsluleiðbeiningum er oftast talað í fleirtölu þegar spurningum er beint til allra í bekknum. Það er kannski eðlilegra fyrir þig að nota „þú“ eða að skipta á milli eintölu og fleirtölu. Eins og með allt annað í þessum kennsluleiðbeiningum – veit kennarinn sjálfur hvað hentar best í sinni kennslu. !

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=