Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

16 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 4. LÍKAMINN OKKAR OG SNERTING KYNFÆRA Mörg börn eru forvitin um líkamann, bæði þeirra eiginn og annarra. Mörgum börnum finnst gott að snerta sín eigin kynfæri. Það getur veitt þeim vellíðan og góða tilfinningu. Sumum börnum finnst líka spennandi að skoða, eða snerta, kynfæri annarra barna eða rass þeirra. Við köllum þetta kynferðislega snertingu. Mega börn snerta sig sjálf eða önnur börn? Það að börn séu áhugasöm um kynfæri sín og annarra er frekar algengt og alls ekki hættulegt. Mörg börn eru upptekin af því. En það er mikilvægt að börn sem gera þetta saman séu nokkurn veginn á sama aldri, jafn stór og jafn sterk og með samþykki allra. Það ætti enginn að vera að rannsaka kynfæri með einhverjum sem vill það ekki. Það má ekki þvinga neinn í þannig leik. Og það geta allir alltaf sagt nei og ég vil hætta þannig að allir geta skipt um skoðun. Enginn má ráða yfir líkama einhvers annars. Börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oft tæld inn í það ofbeldissamband. Til að byrja með upplifa börn sambandið sem náið og jákvætt og ofbeldið getur verið spennandi og vakið vellíðan. Það er því mikilvægt að tala ekki eingöngu um ofbeldið sem eitthvað sem er vont eða sársaukafullt. Það getur aukið á þær tilfinningar barna þannig að þau upplifi skömm og sektarkennd ef þau upplifa ofbeldið ekki sem sársaukafullt. Börn þurfa að vita að það er sama hvað er gert eða hvernig þeim líður með þeim sem fremur ofbeldið; það er aldrei barninu að kenna. 01:57 Þið ákveðið hvenær einhver getur knúsað ykkur og aðrir ákveða hvort þeir vilji þiggja knús. Sumum finnst gaman að knúsa mikið, aðrir vilja bara knúsa stundum. Hvort tveggja er í góðu lagi. En ef þið ætlið að knúsa hvort annað verðið þið bæði að vilja það.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=