Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 15 2. SÝNA KVIKMYND OG ENDURSEGJA UM HVAÐ HÚN FJALLAR Getið þið sagt mér hvað gerðist í þessari mynd?? 3. ÞETTA ER LÍKAMI MINN Í myndinni er sagt að hver og einn ráði yfir sínum eigin líkama. Að allir megi biðja um knús og að allir geta sagt já eða nei. Mörgum finnst gott að gefa öðrum knús. Hvern knúsi þið oftast? Hvað getið þið gert ef einhver biðjur ykkur um knús og þið viljið það ekki? Hvað getið þið gert ef þið viljið vera góð við einhvern sem vill ekki knús? 00:56 Við mælum með því að hefja samtalið eftir að hafa horft á myndina með því að opna fyrir spurningar frá nemendum og fá viðbrögð frá þeim, til dæmis með því að spyrja þau hvað var að gerast í myndinni. Þá færðu innsýn í hvernig börnin upplifðu myndina, hvað þau skildu og líka misskildu sem þú getur leiðrétt. Fyrir mörg börn getur efnið verið svolítið vandræðalegt og erfitt að tala um það í upphafi. Það getur verið gott að biðja börnin um að endursegja um hvað myndin var til að hefja samtalið. TIL KENNARA

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=