14 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR RÁÐ! Þáttur 1: LÍKAMINN ER ÞINN • Þú ræður yfir eigin líkama. • Þú hefur margar góðar tilfinningar í líkamanum. • Ef einhver gerir eitthvað ólöglegt með líkama þinn eða eitthvað sem þú vilt ekki, þá er mikilvægt að segja fullorðnum frá. ÞEMA Tími: 20–25 mín. Umræðupunktar: 1. INNGANGUR: Byrjaðu á því að birta titilmynd teiknimyndaflokksins á skjánum sem á stendur „Líkami minn tilheyrir mér“ og talaðu um myndina. Undir sama efni fyrir leikskóla má finna samtalsspjöld sem einnig geta nýst fyrir 1.–4. bekk. Hægt er að varpa upp völdum skjámyndum sem tengjast umræðuspurningunum. Hvað heitir þessi mynd? Hvað þýðir „Líkami minn tilheyrir mér?“ Nú ætlum við að horfa á mynd. Hún snýst um ólíkar tilfinningar sem við höfum í líkamanum og um hvað má og hvað má ekki gera við líkama barna. Þegar þið horfið á þessa mynd er eðlilegt að þið bregðist við á ólíkan hátt. Sumum finnst myndin kannski skrítin, sumir verða vandræðalegir, sumum finnst myndin kannski fyndin og öðrum finnst hún jafnvel óþægileg. Við erum öll ólík og við eigum rétt á að vera það. 00:01 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=