Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

12 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR BÖRN MEÐ FRÁVIK Í TAUGAÞROSKA Börn og ungmenni með frávik í þroska eru í meiri hættu á verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en önnur börn. Það getur verið af ýmsum ástæðum, t.d. að þau eru háð aðstoð utanaðkomandi aðila, kynfræðsla hefur ekki átt sér stað og/eða talin ekki viðeigandi, skortur á þekkingu, mismunun og ekki aðgengilegt stuðningskerfi. Sem kennari er mikilvægt að vera viss um að tryggja að öll börn í bekknum fái viðeigandi og aðgengilega fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi er, að það sé ólöglegt og hvernig hægt sé að segja frá og fá hjálp. Talaðu um að öll börn eigi rétt á að setja sín mörk, líka börn sem geta þurft persónulegan og náinn stuðning. Segðu þeim hvert þau geti leitað sér aðstoðar og að þau ættu að segja einhverjum frá sem þau treysta. Einnig þarf að upplýsa þau um að það er hægt láta vita um ofbeldi í gegnum síma, spjall, tölvupóst og SMS. Upplýsingar um viðbrögð við ofbeldi má finna á vefnum Stopp ofbeldi! ! ! HVAÐ EF BARN SEGIR FRÁ Á MEÐAN UNNIÐ ER MEÐ EFNIÐ? Í grundvallaratriðum ætti kennslan ekki að leiða til þess að nemendur segi frá í samtalinu við bekkinn. Ekki hika við að segja nemendum að þú og aðrir fullorðnir í skólanum séuð tilbúin til að svara spurningum og tala einslega við þá sem vilja eftir kennsluna. Þú ættir samt að hafa tilbúna áætlun ásamt öðrum fullorðnum aðila sem einnig er viðstaddur kennslustundina, hvernig þið bregðist við ef barn segir frá kynferðislegu ofbeldi meðan á kennslu stendur. Ráðlagt er að bregðast við með að segja t.d.: „Það var gott hjá þér að segja mér frá þessu, við skulum endilega tala betur saman á eftir,“ og finna svo eðlilega leið til að slíta samtalinu meðan á kennslu stendur. Talaðu síðan við barnið strax á eftir og haltu samtalinu áfram á öruggan hátt. Sjá bls. 42 fyrir ráðleggingar um „Hvernig á að ræða og fylgja eftir börnum sem segja frá“.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=