Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 11 • Upplýsingar til foreldra/forsjáraðila. Vinsamlegast sendu heim til forsjáraðila barnanna upplýsingar um að það verði umræður um kynferðisofbeldi á skólaárinu. Þetta er hægt að gera á foreldrafundi eða með því að senda bréf. Hins vegar er mikilvægt að foreldrar fái ekki að vita nákvæmlega hvaða dag fræðslan muni eiga sér stað. Það eru nokkrar ástæður fyrir því: – Ef barn verður fyrir ofbeldi á heimilinu gæti barninu verið haldið heima þann dag sem kennsla fer fram. – Ef barn býr við ofbeldisaðstæður getur það valið að koma ekki þann dag vegna þess að það óttast umræðuefnið. – Ef barn er fjarverandi frá skólanum þennan dag af öðrum ástæðum getur það ýtt undir sögusagnir og óréttmætar grunsemdir vakna Hægt er að nálgast sniðmát af upplýsingabréfi til foreldra með efninu Líkami minn tilheyrir mér. • Nýttu þér utanaðkomandi sérfræðinga og úrræði. Þegar þú skipuleggur kennsluna og undirbýrð kennsluna gæti verið gott að hafa samband við t.d. barnaverndarþjónustuna, lögregluna, Barnaheill, Barna- og fjölskyldustofu eða Barnahús. Mikilvægt er að hafa aðgang að tengilið innan barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins ef barn greinir frá ofbeldi. Hægt er að fá ráðgjöf og leiðbeiningar hjá sérfræðingum barnaverndarþjónustu og í Barnahúsi. • Talaðu fyrir fram við nemendur sem þú veist að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ef þú veist að nemandi í bekknum hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, er mikilvægt að tala við nemandann fyrir kennslustund. Ákveðið í samráði við nemanda hvort hann verði viðstaddur kennslustundina eða ekki. Ef nemandinn vill taka þátt getur verið gott að fara í gegnum kennsluplanið og teiknimyndirnar fyrir fram, svo nemandinn geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal. Þú ættir líka að ákveða hvað þú gerir ef nemandinn sýnir einhver viðbrögð. • Gerðu áætlun um hvernig þú fylgir eftir málinu eftir að kennslu lýkur. Vertu viss um hvernig þú getur verið til staðar fyrir nemendur ef þeir vilja spyrja einhvers eða vilja segja þér eitthvað eftir kennslustundina. Það getur verið gott að skipuleggja kennsluna þannig að hefðbundin bekkjarkennsla fylgi ekki strax á eftir. Undirbúðu þig bæði andlega og verklega, hvernig þú bregst við ef barn segir frá ofbeldi gegn sjálfu sér eða öðrum, hvort sem er í kennslustund eða á eftir. Sjá nánar um þetta á bls. 12.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=