Líkami minn tilheyrir mér - Klb. fyrir 1 - 4. bekk

10 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til undirbúnings áður en þú fjallar um kynferðislegt ofbeldi í kennslu. Það er mikilvægt fyrir bæði þig og nemendur að finna fyrir öryggi í þessum aðstæðum. Hér er yfirlit yfir þann undirbúning sem talinn er nauðsynlegur. Þú ættir líka að lesa í gegnum allar kennsluleiðbeiningarnar áður en kennsla hefst með nemendum. • Athugaðu hvort skólinn þinn er með uppfærða viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldis. Viðbragðsáætlun verður að innihalda fyrirbyggjandi aðgerðir og verkferil um hvað á að gera ef þú hefur áhyggjur eða grun um að nemandi hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ef skólinn er ekki með slíka viðbragðsáætlun, getur þú til dæmis nýtt þér þessa áætlun: Viðbragðsáætlun • Talaðu við samstarfsfólk þitt. Óskaðu eftir að tekinn sé tími á starfsmannafundi til að ræða um kynheilbrigði barna, kynferðisofbeldi og viðbragðsáætlun skólans. Þannig verða allir upplýstir og undirbúnir fyrir hvernig á að bregðast við, svara spurningum, tilkynna grun og allt annað sem skiptir máli þegar kemur að þessum málaflokki. Það er einnig mikilvægt að hafa forvarnarteymi skólans, námsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga með í samtalinu. • Hafðu annan kennara með þér í kennslunni. Æskilegt er að það séu að minnsta kosti tveir fullorðnir í skólastofunni þegar kennsla um þetta viðfangsefni fer fram. Þá er hægt að fylgjast með hvaða viðbrögð nemendur sýna og bregðast við auk þess að geta haldið áfram kennslun. • Æfðu þig. Það getur verið erfitt að tala um kynferðislegt ofbeldi við börn. Því getur verið gagnlegt að hugsa fyrir fram hvernig þú vilt orða hlutina og hvernig þú munt svara ýmsum spurningum. Nokkrar tillögur að orðalagi eru gefnar í þessum kennsluleiðbeiningum en mikilvægt er að þú sem kennari tileinkir þér orðræðuna og orðir umræðuna eins og þér finnst eðlilegast. Ekki hika við að æfa þig í að segja hlutina upphátt. HVERNIG Á AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR FRÆÐSLU UM KYNFERÐISOFBELDI

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=