KENNSLULEIÐBEININGAR MEÐ MYNDINNI: LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR 1.–4. BEKKUR LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR
2 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR Kennsluleiðbeiningar 2. útgáfa 2020 Útgefandi: Barnaheill í Noregi Ritstjóri á norsku útgáfu: Silje Vold Ritstjóri á íslensku útgáfu: Sigrún Sóley Jökulsdóttir og Linda Hrönn Þórisdóttir Myndskreytingar: Bivrost Film Íslensk þýðing: Skopos, þýðingsstofa Málfarslestur: Ingólfur Steinsson Barnaheill í Noregi og Bivrost Film þakka rýnihópi verkefnisins fyrir mikilvæg innlegg og hugmyndir í vinnunni við kvikmyndirnar og leiðbeiningabæklinginn: Stine Kühle-Hansen (hópstjóri) kennari, viðurkenndur kynfræðslukennari(NACS) og námskeiðshaldari hjá Landssamtökunum gegn kynferðisofbeldi (LMSO) Anne Kristine Bergem, læknir, sérfræðingur í geðlækningum, rithöfundur og doktorsnemi við Norður háskólann Inger Lise Stølsvik, lögfræðingur og framkvæmdastjóri Miðstöðvar gegn sifjaspellum og kynferðislegri misnotkun í Telemark Tom Nybø, sérfræðingur í kynfræðilegri ráðgjöf (NACS), Stiftelsen Kirkens Familievern, Suður Rogaland Pia Friis, leikskólakennari, rithöfundur og fyrirlesari og sérfræðingur í sérfræðiþekkingu Kanva Svein Schøgren, kennari, blaðamaður og formaður Utsattmann Kari Stefansen, fræðimaður hjá NOVA og NKVTS Þakkir til Baraheilla á Íslandi fyrir góð ráð og yfirlestur í íslenskri þýðingu, Linda Hrönn Þórisdóttir. Einnig til Barna- og fjölskyldustofu fyrir yfirlestur og ráð. Grafísk hönnun: Anna Maria H. Pirolt, brodogtekst.no Leikstjóri: Trond Jacobsen og Marianne Müller Handrit: Marianne Müller og Stine Kühle-Hansen Ritstjórn íslenskrar útgáfu: Sigrún Sóley Jökulsdóttir Rödd íslensks sögumanns: Ingvar Þór Björnsson Aðalteiknarar: Toms Burans, Arnis Zemitis, Kerija Arne Verkefnastjóri Barnaheilla í Noregi: Silje Vold Verkefnastjóri Barnaheilla á Íslandi: Linda Hrönn Þórisdóttir Verkefnastjóri NRK Super: Joakim Vedeler Talsetning á íslensku: RUV Umsjón Bivrost Film: Trond Jacobsen og Ilze Burkovska Jacobsen Hönnun og umbrot: Menntamálastofnun WINNER NO - 1470 07 MEDIA – 2041 0379 MILJØMERKET TRYKKERI
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 3 Efnisyfirlit Formáli............................................................................................................ 4 Kynning á efninu........................................................................................... 5 Um „Líkami minn tilheyrir mér“ ................................................................ 6 Yfirlit: Kennsluhugmyndir um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi ............................................................................. 8 Hvernig á að undirbúa sig fyrir fræðslu um kynferðisofbeldi...................................................................................10 Framkvæmd kennslunnar í 1.–4. bekk.................................................. 13 Þáttur 1: Líkaminn er þinn........................................................................14 Þáttur 2: Íslensk lög....................................................................................20 Þáttur 3: Hræðsla....................................................................................... 26 Þáttur 4: Það er aldrei þér að kenna.......................................................30 Aðrar spurningar sem börn kunna að hafa...........................................36 Af hverju finnst mörgu fullorðnu fólki erfitt að tala við börn um kynferðisofbeldi?....................................................39 Hvernig á að styðja og fylgja eftir barni sem segir frá....................... 42 Ef þú hefur áhyggjur af barni.................................................................... 44 Hvar og hvenær ættir þú að eiga samtal?............................................. 44 Hvernig best er að haga samtalinu?....................................................... 45 Hvernig á að tilkynna mál og hvert?....................................................... 48 Hvernig á að hugsa um barnið eftir samtalið?......................................50 Þegar börn meiða börn..............................................................................50 Hvar er hægt að fá aðstoð?......................................................................53 Hvar er hægt að fá nánari upplýsingar?.................................................53
4 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Formáli Þakka þér fyrir að lesa þessar kennsluleiðbeiningar með myndunum „Líkami minn tilheyrir mér“. Árið 2017 unnu Barnaheill í Noregi í samstarfi við Bivrost Film og NRK Super við að framleiða „Líkami minn tilheyrir mér“, teiknimyndaseríu um kynferðisofbeldi fyrir börn. Þættirnir vöktu mikla athygli í Noregi og skólar og leikskólar tóku upp kennslufyrirkomulag kvikmyndanna á öllum skólastigum. Í framhaldi af því leitaði Menntamálastofnun í samstarfi við Neyðarlínuna, Barnaheill og fleiri eftir leyfi til að þýða og talsetja þessar myndir á íslensku fyrir börn á Íslandi. Hér má sjá afrakstur þeirrar vinnu. Í Noregi hafa myndirnar fengið góða umsögn í skólum, leikskólum og einnig hjá börnum og foreldrum. Samdóma mat flestra er að teiknimyndirnar og kennsluleiðbeiningar virki mjög vel í kennslu. Börn fræðast um líkamann, mörk og ofbeldi. Það veitir þeim betri skilning á því að virða mörk annarra og sjálfs sín og börnin læra hvert þau geta leitað eftir aðstoð. Fullorðnir verða líka öruggari í að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi eftir áhorf á þessar myndir og þau læra hversu miklu máli það skiptir að hjálpa barni sem er í hættu. Í Noregi er reynslan sú að börn sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi tilkynna það frekar eftir að hafa séð myndirnar í skólanum. Vonandi nýtist efnið vel á Íslandi líka. Barnaheill í Noregi og á Íslandi vinna að því að gefa öllum börnum tækifæri til að lifa og þroskast, fá gæðamenntun, lifa öruggu lífi og hafa áhrif. Á Íslandi hafa Barnaheill einbeitt sér að því að tala um að börn eigi rétt á fá vernd gegn ofbeldi, meðal annars kynferðisofbeldi. Til þess að ná þessu markmiði verðum við hafa alla landsmenn í liðinu. Við þurfum þig í lið með okkur! Með því að nota þessar kennsluleiðbeiningar, horfa á teiknimyndirnar og tala við börn um líkamann, mörk og ofbeldi færir þú börnum mikilvæga þekkingu. Þekkingu sem veitir börnum öryggi. Þakka þér fyrir að hjálpa til við að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi gegn börnum! Kópavogi 2023 Barnaheill á Íslandi og Menntamálastofnun
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 5 Kynning á efninu Kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er brot á réttindum barna samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og hefur alvarlegar afleiðingar fyrir líkamlega og andlega heilsu barna. Í könnun frá 2019 kemur fram að 16,4% barna á Íslandi hafa orðið fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Kynferðisbrot geta átt sér stað á öllum stöðum þar sem börn eru: heima, í skólanum, í frístund eða í heimsókn hjá vinum og fjölskyldu. Mikill meirihluti ofbeldis er framið af einhverjum sem barnið treystir. Engu að síður er efnið umlukið þögn og bannorðum. Það tekur að meðaltali 17 ár fyrir þann sem verður fyrir kynferðislegu ofbeldi að segja frá því. Það geta verið margir ástæður fyrir því að börn segja ekki frá slíku ofbeldi. Sum börn halda að ofbeldi sem það verður fyrr séu eðlileg samskipti eða vita ekki að það er ólöglegt. Önnur börn halda að þau séu þau einu í öllum heiminum sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og enginn annar geti skilið þau eða þau vita ekki hvort eða hvar þau geta fengið aðstoð. Mörg börn finna fyrir skömm og sektarkennd yfir því sem gerðist. Börnum er stundu hótað og þora því ekki að segja frá, einnig geta þau orðið hrædd við að verða fyrir einelti. Þá geta börn óttast að ekki sé hlustað á þau eða að þeim sé ekki trúað. Þú getur hjálpað til við að rjúfa þögnina! Það er á ábyrgð fullorðinna að vernda börn. Til að vernda börn verða fullorðnir að veita þeim öruggt umhverfi og rými svo þau hafi hugrekki til að tala um kynferðislegt ofbeldi. Það getum við gert með því að taka umræðu um kynferðisofbeldi í kennslu í skólum og leikskólum og gefa nemendum tækifæri til að velta málefninu fyrir sér og spyrja spurninga. Með því að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi stuðlar það að vernd þeirra. Kynferðislegt ofbeldi á sér einnig stað á milli jafningja. Börn sem læra um líkamann snemma, læra um mörk og kynferðisofbeldi eru ekki bara betur í stakk búin til að vernda sig sjálf heldur öðlast þau einnig meiri skilning og virðingu fyrir eigin mörkum og mörkum annarra. Að veita börnum þekkingu á líkamanum, mörkum og ofbeldi er því mikilvægur liður í að koma í veg fyrir, þekkja einkenni og bregðast við kynferðilegu ofbeldi. Þegar þú kennir börnum hvað kynferðislegt ofbeldi er, að það sé ólöglegt og aldrei þeim að kenna, ef þau verða fyrir ofbeldi og að hægt sé að fá hjálp, valdeflir þú börnin og gerir þeim kleift að vernda sig og tjá sig. Það getur skipt öllu máli fyrir barnið og haft allt að segja um það hvernig því vegnar í lífinu eftir að hafa sagt frá.
6 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Um „Líkami minn tilheyrir mér“ „Líkami minn tilheyrir mér“ er samstarfsverkefni Bivrost Film, Barnaheilla í Noregi, norska ríkissjónvarpið NRK Super og Barna-, unglinga- og fjölskyldustofnun í Noregi (Bufdir). Á Íslandi er verkefnið samstarf Menntamálastofnunar, Barnaheilla, Neyðarlínunnar og Barna-og fjölskyldustofu. Markmiðið með fræðsluefninu er að veita börnum meiri þekkingu á líkama sínum, hvað eru mörk og kynferðislegt ofbeldi. Fræðslan er leidd áfram af fjórum einföldum teiknimyndum ásamt kennsluleiðbeiningum fyrir kennara þar sem bent er á hentugar aðferðir til að tala við börn um kynferðislegt ofbeldi. Hægt er að nálgast myndirnar og kennsluleiðbeiningar á vef Menntamálastofnunar, á vef Barnaheilla og á vefnum Krakkaruv. Um teiknimyndirnar Markhópur myndanna eru börn í leikskóla og fyrstu bekkjum grunnskóla. Teiknimyndirnar geta einnig hentað börnum bæði yngri og eldri, að því tilskildu að þau horfi á þær með fullorðnum einstaklingi. Við mælum með því að börnin horfi á allar fjórar myndirnar með fullorðnum, þar sem þau upplifa efnið mjög ólíkt en saman gefa myndirnar góða innsýn í líkamsvitund, mörk, kynferðislegt ofbeldi og hvernig hægt er að fá hjálp. Með því að fullorðnir horfi á myndirnar með börnunum fá þau tækifæri til þess íhuga efnið og spyrja spurninga á eftir. Um þessar kennsluleiðbeiningar Í kennsluleiðbeiningunum eru ábendingar um málefni sem hægt er að ræða við börn og gefin eru dæmi um spurningar sem börn kunna að hafa eftir að hafa horft á teiknimyndirnar auk þess sem tillögur eru um hvernig best er að svara þeim. Kennsluleiðbeiningarnar hafa það markmið að veita leiðsögn, ábendingar og innblástur. Þær eru hugsaðar fyrir nemendur í 1.–4. bekk grunnskóla en eru líka gagnlegar bæði eldri og yngri börnum. Það er mikilvægt að aðlaga efnið að börnum sem unnið er með og þeim aðstæðum sem uppi eru hverju sinni. Gefðu börnunum tækifæri og tíma til að koma orðum að því sem þau vilja segja eftir að þau hafa horft á myndirnar og hlustaðu á það sem þau eru að velta fyrir sér.
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 7 Fyrir þau sem vinna í grunnskólum: Hér er að finna tillögur að einföldu kennsluskipulagi sem tengist myndunum, með umræðuspurningum fyrir hverja teiknimynd fyrir sig. Þú færð líka ráð um það hvernig þú getur undirbúið þig og stutt við og fylgt eftir börnum sem segja frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi. Kennsla um kynferðisofbeldi styður við hæfniviðmið aðalnámskrár í samfélagsgreinum/ lífsleikni um kynheilbrigði t.d. kynhneigð, að setja mörk, ofbeldi og virðingu. Fyrir þau sem vinna í leikskóla: Myndirnar geta nýst vel með elstu börn leikskólans, að því gefnu að unnið sé með fullorðnum sem hluta af fræðsluáætlun. Á vef Menntamálastofnunar má finna samtalskort og kennsluleiðbeiningar með hugmyndum um samtal til notkunar með 4–6 ára börnum í leikskóla. Í aðalnámskrá fyrir leikskólann segir: „Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum. Helstu þættir heilbrigðis sem leggja þarf áherslu á eru: jákvæð sjálfsmynd, hreyfing, næring, hvíld, andleg vellíðan, góð samskipti, öryggi, hreinlæti, kynheilbrigði og skilningur á eigin tilfinningum og annarra.“ Einnig segir: „Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla þarf að vera meðvitað um hvað felst í heilsutengdum forvörnum og geta nýtt sér áreiðanlegar upplýsingar um þætti sem hafa áhrif á heilbrigði. Í skólum þarf að skapa börnum og ungmennum aðstæður til heilbrigðra lífshátta. Til foreldra/forráðamanna: Þegar barn horfir á þessar myndir er líklegt að margar spurningar og vangaveltur komi fram. Horfðu á kvikmyndirnar með barninu og gefðu því svigrúm til að ígrunda og spyrja spurninga um það sem það er að velta fyrir sér. Spurningarnar í þessum kennsluleiðbeiningum geta verið góður upphafspunktur fyrir samtal við barnið.
8 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR ÞÁTTUR 1: Líkami minn tilheyrir mér! ÞEMA: • Þú ræður yfir þínum líkama. • Þú getur haft margar ólíkar tilfinningar. • Ef einhver gerir eitthvað ólöglegt eða eitthvað sem þú vilt ekki með líkama þinn, þá skaltu segja frá. BLS. 14 ÞÁTTUR 2: Íslensk lög ÞEMA: • Íslensk lög gilda fyrir alla. Þau ákveða hvað maður má og má ekki gera. • Í íslenskum lögum kemur fram að fullorðnir eiga að hugsa vel um börn og fullorðnir mega aldrei meiða börn. • Það er ólöglegt fyrir fullorðna að snerta kynfæri barna á óviðeigandi hátt. BLS. 20 Yfirlit: KENNSLUHUGMYNDIR UM KYNBUNDIÐ OG KYNFERÐISLEGT OFBELDI Hver teiknimynd er um það bil 4 mínútur að lengd og fjallar um líkamann, kynheilbrigði og ofbeldi. Mikilvægt er að ræða við börnin um myndirnar eftir að þau hafa horft á þær. Hér eru tillögur að umræðuefni tengt hverjum þætti, sem getur verið grunnur að samtali í um það bil 20–30 mínútur. Við mælum með að sýna þessa fjóra þætti í fjórum lotum og gefa alltaf góðan tíma fyrir umræðu. Það getur verið einn þáttur á viku, eða þeim skipt niður á nokkrar vikur. Mikilvægt er að börnin fái tækifæri til að spegla sig og líðan sína á milli þátta en einnig að þau fái tíma til að horfa á myndirnar í röð án þess að of langur tími líði á milli hvers tíma. Það er reynsla kennara að nemendur verða öruggari með að tala um efnið þegar það er tekið upp nokkrum sinnum. TIL KENNARA
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 9 ÞÁTTUR 4: Það er aldrei þér að kenna ÞEMA: • Það er aldrei þér að kenna ef einhverjir fullorðnir vilja koma við kynfærin þín. • Við hvern getur þú talað ef þú átt vont leyndarmál? • Vertu góður vinur! ÞÁTTUR 3: Hræðsla ÞEMA: • Hvað getur þú gert ef þú hræðist eitthvað eða ef einhver hræðir þig eða ógnar þér? • Hvað þarftu til að finna til öryggis? BLS. 26 BLS. 30 Hvað getur þú gert ef þú hefur áhyggjur af barni? Sjá bls. 44.
10 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Mikilvægt er að gefa sér góðan tíma til undirbúnings áður en þú fjallar um kynferðislegt ofbeldi í kennslu. Það er mikilvægt fyrir bæði þig og nemendur að finna fyrir öryggi í þessum aðstæðum. Hér er yfirlit yfir þann undirbúning sem talinn er nauðsynlegur. Þú ættir líka að lesa í gegnum allar kennsluleiðbeiningarnar áður en kennsla hefst með nemendum. • Athugaðu hvort skólinn þinn er með uppfærða viðbragðsáætlun vegna kynferðisofbeldis. Viðbragðsáætlun verður að innihalda fyrirbyggjandi aðgerðir og verkferil um hvað á að gera ef þú hefur áhyggjur eða grun um að nemandi hafi orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ef skólinn er ekki með slíka viðbragðsáætlun, getur þú til dæmis nýtt þér þessa áætlun: Viðbragðsáætlun • Talaðu við samstarfsfólk þitt. Óskaðu eftir að tekinn sé tími á starfsmannafundi til að ræða um kynheilbrigði barna, kynferðisofbeldi og viðbragðsáætlun skólans. Þannig verða allir upplýstir og undirbúnir fyrir hvernig á að bregðast við, svara spurningum, tilkynna grun og allt annað sem skiptir máli þegar kemur að þessum málaflokki. Það er einnig mikilvægt að hafa forvarnarteymi skólans, námsráðgjafa og hjúkrunarfræðinga með í samtalinu. • Hafðu annan kennara með þér í kennslunni. Æskilegt er að það séu að minnsta kosti tveir fullorðnir í skólastofunni þegar kennsla um þetta viðfangsefni fer fram. Þá er hægt að fylgjast með hvaða viðbrögð nemendur sýna og bregðast við auk þess að geta haldið áfram kennslun. • Æfðu þig. Það getur verið erfitt að tala um kynferðislegt ofbeldi við börn. Því getur verið gagnlegt að hugsa fyrir fram hvernig þú vilt orða hlutina og hvernig þú munt svara ýmsum spurningum. Nokkrar tillögur að orðalagi eru gefnar í þessum kennsluleiðbeiningum en mikilvægt er að þú sem kennari tileinkir þér orðræðuna og orðir umræðuna eins og þér finnst eðlilegast. Ekki hika við að æfa þig í að segja hlutina upphátt. HVERNIG Á AÐ UNDIRBÚA SIG FYRIR FRÆÐSLU UM KYNFERÐISOFBELDI
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 11 • Upplýsingar til foreldra/forsjáraðila. Vinsamlegast sendu heim til forsjáraðila barnanna upplýsingar um að það verði umræður um kynferðisofbeldi á skólaárinu. Þetta er hægt að gera á foreldrafundi eða með því að senda bréf. Hins vegar er mikilvægt að foreldrar fái ekki að vita nákvæmlega hvaða dag fræðslan muni eiga sér stað. Það eru nokkrar ástæður fyrir því: – Ef barn verður fyrir ofbeldi á heimilinu gæti barninu verið haldið heima þann dag sem kennsla fer fram. – Ef barn býr við ofbeldisaðstæður getur það valið að koma ekki þann dag vegna þess að það óttast umræðuefnið. – Ef barn er fjarverandi frá skólanum þennan dag af öðrum ástæðum getur það ýtt undir sögusagnir og óréttmætar grunsemdir vakna Hægt er að nálgast sniðmát af upplýsingabréfi til foreldra með efninu Líkami minn tilheyrir mér. • Nýttu þér utanaðkomandi sérfræðinga og úrræði. Þegar þú skipuleggur kennsluna og undirbýrð kennsluna gæti verið gott að hafa samband við t.d. barnaverndarþjónustuna, lögregluna, Barnaheill, Barna- og fjölskyldustofu eða Barnahús. Mikilvægt er að hafa aðgang að tengilið innan barnaverndarþjónustu sveitarfélagsins ef barn greinir frá ofbeldi. Hægt er að fá ráðgjöf og leiðbeiningar hjá sérfræðingum barnaverndarþjónustu og í Barnahúsi. • Talaðu fyrir fram við nemendur sem þú veist að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi. Ef þú veist að nemandi í bekknum hefur orðið fyrir kynferðisofbeldi, er mikilvægt að tala við nemandann fyrir kennslustund. Ákveðið í samráði við nemanda hvort hann verði viðstaddur kennslustundina eða ekki. Ef nemandinn vill taka þátt getur verið gott að fara í gegnum kennsluplanið og teiknimyndirnar fyrir fram, svo nemandinn geti undirbúið sig fyrir það sem koma skal. Þú ættir líka að ákveða hvað þú gerir ef nemandinn sýnir einhver viðbrögð. • Gerðu áætlun um hvernig þú fylgir eftir málinu eftir að kennslu lýkur. Vertu viss um hvernig þú getur verið til staðar fyrir nemendur ef þeir vilja spyrja einhvers eða vilja segja þér eitthvað eftir kennslustundina. Það getur verið gott að skipuleggja kennsluna þannig að hefðbundin bekkjarkennsla fylgi ekki strax á eftir. Undirbúðu þig bæði andlega og verklega, hvernig þú bregst við ef barn segir frá ofbeldi gegn sjálfu sér eða öðrum, hvort sem er í kennslustund eða á eftir. Sjá nánar um þetta á bls. 12.
12 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR BÖRN MEÐ FRÁVIK Í TAUGAÞROSKA Börn og ungmenni með frávik í þroska eru í meiri hættu á verða fyrir kynferðislegu ofbeldi en önnur börn. Það getur verið af ýmsum ástæðum, t.d. að þau eru háð aðstoð utanaðkomandi aðila, kynfræðsla hefur ekki átt sér stað og/eða talin ekki viðeigandi, skortur á þekkingu, mismunun og ekki aðgengilegt stuðningskerfi. Sem kennari er mikilvægt að vera viss um að tryggja að öll börn í bekknum fái viðeigandi og aðgengilega fræðslu um hvað kynferðislegt ofbeldi er, að það sé ólöglegt og hvernig hægt sé að segja frá og fá hjálp. Talaðu um að öll börn eigi rétt á að setja sín mörk, líka börn sem geta þurft persónulegan og náinn stuðning. Segðu þeim hvert þau geti leitað sér aðstoðar og að þau ættu að segja einhverjum frá sem þau treysta. Einnig þarf að upplýsa þau um að það er hægt láta vita um ofbeldi í gegnum síma, spjall, tölvupóst og SMS. Upplýsingar um viðbrögð við ofbeldi má finna á vefnum Stopp ofbeldi! ! ! HVAÐ EF BARN SEGIR FRÁ Á MEÐAN UNNIÐ ER MEÐ EFNIÐ? Í grundvallaratriðum ætti kennslan ekki að leiða til þess að nemendur segi frá í samtalinu við bekkinn. Ekki hika við að segja nemendum að þú og aðrir fullorðnir í skólanum séuð tilbúin til að svara spurningum og tala einslega við þá sem vilja eftir kennsluna. Þú ættir samt að hafa tilbúna áætlun ásamt öðrum fullorðnum aðila sem einnig er viðstaddur kennslustundina, hvernig þið bregðist við ef barn segir frá kynferðislegu ofbeldi meðan á kennslu stendur. Ráðlagt er að bregðast við með að segja t.d.: „Það var gott hjá þér að segja mér frá þessu, við skulum endilega tala betur saman á eftir,“ og finna svo eðlilega leið til að slíta samtalinu meðan á kennslu stendur. Talaðu síðan við barnið strax á eftir og haltu samtalinu áfram á öruggan hátt. Sjá bls. 42 fyrir ráðleggingar um „Hvernig á að ræða og fylgja eftir börnum sem segja frá“.
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 13 FRAMKVÆMD KENNSLUNNAR Í 1.–4. BEKK
14 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR RÁÐ! Þáttur 1: LÍKAMINN ER ÞINN • Þú ræður yfir eigin líkama. • Þú hefur margar góðar tilfinningar í líkamanum. • Ef einhver gerir eitthvað ólöglegt með líkama þinn eða eitthvað sem þú vilt ekki, þá er mikilvægt að segja fullorðnum frá. ÞEMA Tími: 20–25 mín. Umræðupunktar: 1. INNGANGUR: Byrjaðu á því að birta titilmynd teiknimyndaflokksins á skjánum sem á stendur „Líkami minn tilheyrir mér“ og talaðu um myndina. Undir sama efni fyrir leikskóla má finna samtalsspjöld sem einnig geta nýst fyrir 1.–4. bekk. Hægt er að varpa upp völdum skjámyndum sem tengjast umræðuspurningunum. Hvað heitir þessi mynd? Hvað þýðir „Líkami minn tilheyrir mér?“ Nú ætlum við að horfa á mynd. Hún snýst um ólíkar tilfinningar sem við höfum í líkamanum og um hvað má og hvað má ekki gera við líkama barna. Þegar þið horfið á þessa mynd er eðlilegt að þið bregðist við á ólíkan hátt. Sumum finnst myndin kannski skrítin, sumir verða vandræðalegir, sumum finnst myndin kannski fyndin og öðrum finnst hún jafnvel óþægileg. Við erum öll ólík og við eigum rétt á að vera það. 00:01 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 15 2. SÝNA KVIKMYND OG ENDURSEGJA UM HVAÐ HÚN FJALLAR Getið þið sagt mér hvað gerðist í þessari mynd?? 3. ÞETTA ER LÍKAMI MINN Í myndinni er sagt að hver og einn ráði yfir sínum eigin líkama. Að allir megi biðja um knús og að allir geta sagt já eða nei. Mörgum finnst gott að gefa öðrum knús. Hvern knúsi þið oftast? Hvað getið þið gert ef einhver biðjur ykkur um knús og þið viljið það ekki? Hvað getið þið gert ef þið viljið vera góð við einhvern sem vill ekki knús? 00:56 Við mælum með því að hefja samtalið eftir að hafa horft á myndina með því að opna fyrir spurningar frá nemendum og fá viðbrögð frá þeim, til dæmis með því að spyrja þau hvað var að gerast í myndinni. Þá færðu innsýn í hvernig börnin upplifðu myndina, hvað þau skildu og líka misskildu sem þú getur leiðrétt. Fyrir mörg börn getur efnið verið svolítið vandræðalegt og erfitt að tala um það í upphafi. Það getur verið gott að biðja börnin um að endursegja um hvað myndin var til að hefja samtalið. TIL KENNARA
16 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 4. LÍKAMINN OKKAR OG SNERTING KYNFÆRA Mörg börn eru forvitin um líkamann, bæði þeirra eiginn og annarra. Mörgum börnum finnst gott að snerta sín eigin kynfæri. Það getur veitt þeim vellíðan og góða tilfinningu. Sumum börnum finnst líka spennandi að skoða, eða snerta, kynfæri annarra barna eða rass þeirra. Við köllum þetta kynferðislega snertingu. Mega börn snerta sig sjálf eða önnur börn? Það að börn séu áhugasöm um kynfæri sín og annarra er frekar algengt og alls ekki hættulegt. Mörg börn eru upptekin af því. En það er mikilvægt að börn sem gera þetta saman séu nokkurn veginn á sama aldri, jafn stór og jafn sterk og með samþykki allra. Það ætti enginn að vera að rannsaka kynfæri með einhverjum sem vill það ekki. Það má ekki þvinga neinn í þannig leik. Og það geta allir alltaf sagt nei og ég vil hætta þannig að allir geta skipt um skoðun. Enginn má ráða yfir líkama einhvers annars. Börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oft tæld inn í það ofbeldissamband. Til að byrja með upplifa börn sambandið sem náið og jákvætt og ofbeldið getur verið spennandi og vakið vellíðan. Það er því mikilvægt að tala ekki eingöngu um ofbeldið sem eitthvað sem er vont eða sársaukafullt. Það getur aukið á þær tilfinningar barna þannig að þau upplifi skömm og sektarkennd ef þau upplifa ofbeldið ekki sem sársaukafullt. Börn þurfa að vita að það er sama hvað er gert eða hvernig þeim líður með þeim sem fremur ofbeldið; það er aldrei barninu að kenna. 01:57 Þið ákveðið hvenær einhver getur knúsað ykkur og aðrir ákveða hvort þeir vilji þiggja knús. Sumum finnst gaman að knúsa mikið, aðrir vilja bara knúsa stundum. Hvort tveggja er í góðu lagi. En ef þið ætlið að knúsa hvort annað verðið þið bæði að vilja það.
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 17 Börn sem verða fyrir kynferðislegu ofbeldi eru oftast tæld inn í ofbeldissambandið. Til að byrja með geta börn stundum upplifað sambandið sem náið og jákvætt og ofbeldið getur verið spennandi eða aukið vellíðan. Það er því mikilvægt að tala ekki eingöngu um kynferðislegt ofbeldi sem eitthvað vont eða sársaukafull. Það getur aukið skömm og sektarkennd hjá börnum ef þau sjálf upplifa ofbeldið ekki sem sársaukafullt. Börn þurfa að vita að burtséð frá því sem þau gera og hvernig þeim líður gagnvart þeim sem fremur ofbeldið að það er aldrei börnunum að kenna. Nánar er fjallað um þetta þema í mynd 4: Það er aldrei þér að kenna. Er fullorðnu fólki leyfilegt að snerta kynfæri barna? Nei, fullorðnir og ungt fólk má aldrei snerta kynfæri barna. Eldri börn hafa ekki leyfi til að snerta kynfæri yngri barna því að það getur líka valdið þeim skaða. Hvernig heldurðu að börnum gæti liðið ef fullorðnir snerta kynfæri þeirra og beita þau ofbeldi? Ef fullorðinn beitir barn kynferðislegu ofbeldi getur það skaðað líkama barns á sama hátt og ef börn eru lamin eða verða fyrir annars konar áföllum. Það sést ekki endilega á líkamanum en það skaðar tilfinningar og líðan barna þannig að það getur orðið dapurt, hrætt og líður eins og það sé með sársaukafullan hnút í maganum. Stundum koma tilfinningarnar ekki strax fram og það getur stundum liðið einhver tími þar til vondar tilfinningar koma fram. Andleg líðan barna sem verða fyrir ofbeldi getur haft miklar afleiðingar fyrir þau. Þess vegna er mikilvægt að segja fullorðnum frá ef kynferðislegt ofbeldi á sér stað. Sama hvort barnið verður fyrir líkamlegum eða andlegum skaða eða hvort barninu líði vel og upplifi spennu þá er það bannað samkvæmt lögum að fullorðnir og ungt fólk beiti börn kynferðislegu ofbeldi. Alltaf. TIL KENNARA „ÞÚ“ EÐA „ÞIГ? Í þessum kennsluleiðbeiningum er oftast talað í fleirtölu þegar spurningum er beint til allra í bekknum. Það er kannski eðlilegra fyrir þig að nota „þú“ eða að skipta á milli eintölu og fleirtölu. Eins og með allt annað í þessum kennsluleiðbeiningum – veit kennarinn sjálfur hvað hentar best í sinni kennslu. !
18 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 5. SEGJUM STOPP Stundum þegar börn leika sér og gantast með öðrum börnum getur það verið mjög skemmtilegt til að byrja með en svo allt í einu verður það ekki gaman lengur. Hvað getið þið gert ef ykkur finnst leikurinn ekki lengur skemmtilegur? Hvernig getið þið sýnt að þið viljið ekki halda leiknum áfram? Þá getið þið sagt STOPP! Og ef hitt barnið hættir ekki skulu þið segja einhverjum fullorðnum frá. Hvað gerið þið ef annað barn segir STOPP í leik? Ef önnur börn segja STOPP þegar þið eruð að leika verðið þið að hlusta á þau. Þá er leikurinn búinn eða það þarf að breyta leikreglum þannig að öllum líði vel. Við þurfum að læra að við eigum að segja STOPP ef aðrir gera eitthvað sem okkur líður ekki vel með, eða gerir eitthvað sem má ekki gera. En stundum getur verið erfitt að segja STOPP þegar verið er að leika við önnur börn. Sum geta orðið leið meðan önnur taka því vel. Þá er mikilvægt að hlusta hvert á annað og breyta leiknum þannig að öllum líði vel og vilji vera með eða að þið farið í annan leik. Mörg börn geta átt erfitt með að segja STOPP við fullorðinn einstakling eða einhvern sem er eldri, stærri eða sterkari. Hvað getið þið gert ef þið getið ekki sagt stopp eða ef þið gerið það og það er ekki hlustað á ykkur? Ef eitthvert ykkar í bekknum lendir í þessu er mikilvægt að þið segið fullorðnum frá því. Í bekknum eiga öll börn að upplifa öryggi og eiga að geta sagt frá ef eitthvað slæmt hefur gerst. Þið eigið að vera örugg og geta sagt frá hvað gerðist. 03:06
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 19 6. VERKEFNAVINNA Í lok vinnunnar er gott að tala saman um það hvaða fólk sem er í umhverfi barnanna getur hjálpað þeim að upplifa sig örugg, í skólanum, frístund og heima við. Hvaða fullorðna fólk verndar ykkur? HUGARFLUG Kennari skrifar niður annaðhvort á veggspjald, á töfluna eða í tölvu, alla fullorðna sem börnin nefna. Ræðið við börnin hvaða fólk þetta er og hvað þau geta gert til að tryggja öryggi þeirra og hjálpa þeim að líða vel. Hafðu þessa samantekt sýnilega í skólastofunni og vísaðu á hana næst þegar þú vinnur með efnið. PKENNARAR PSKÓLAHJÚKRUNARFRÆÐINGUR PSKÓLASTJÓRI PSKÓLALIÐAR PFORELDRARNIR Í BEKKNUM PÍÞRÓTTAÞJÁLFARAR PFRÍSTUNDALEIÐBEINENDUR PAÐRIR … FULLORÐNIR SEM MÁ TREYSTA:
20 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Þáttur 2: ÍSLENSK LÖG • Íslensk lög gilda fyrir alla. • Íslensk lög kveða á um að fullorðnir skuli gæta barna og að fullorðnir megi ekki skaða börn. • Það er ólöglegt fyrir fullorðna að beita börn kynferðislegu ofbeldi. ÞEMA Tími: 20–25 mín. Umræðupunktar: 1. INNGANGUR Byrjaðu á því að sýna forsíðumynd teiknimyndanna og talaðu aðeins um hvað nemendur muna frá síðustu mynd um líkamann sem er þeirra. Ef enginn vill segja neitt geturðu minnt aðeins á efni þeirrar myndar. Fyrri myndin var um mismunandi tilfinningar sem við höfum í líkamanum og hún fjallaði líka um hvað er löglegt og hvað ekki sem gera má við líkama barns. Nú ætlum við að horfa á nýja mynd, þar sem við lærum meira um lögin, hvað eru lög, hvað má og hvað má ekki gera. 2. SÝNA KVIKMYND OG ENDURSEGJA EFNI HENNAR Hvað var að gerast í þessari mynd? 01:14 RÁÐ!
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 21 3. ÍSLENSK LÖG Hvað eru „lög“ nákvæmlega? Lög eru reglurnar sem við höfum á Íslandi sem ákvarða hvað má og hvað ekki. Hvaða reglur gilda heima?/En hér í bekknum? Af hverju þurfum við þessar reglur? Við semjum reglur til að öllum líði vel. Það er einmitt það sama sem íslensk lög gera. Lögin eru reglur sem gilda fyrir alla sem búa á Íslandi. Lögunum sem gilda á Íslandi er safnað saman í bækur og þar eru allar reglur skráðar um hvað við megum og hvað ekki. 4. KYNFERÐISLEGT OFBELDI ER ÓLÖGLEGT Dettur ykkur eitthvað í hug sem er ekki leyfilegt? Vitið þið um eitthvað sem fullorðnir mega ekki gera við börn? Hvað vill þjálfari Frikka að hann geri? 01:56
22 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Er þetta löglegt? Nei, það er ekki löglegt! Í lögum á Íslandi segir að fullorðnir og ungt fólk megi ekki snerta kynfæri barna eða biðja þau um að snerta kynfæri sín. Það er kallað kynferðislegt ofbeldi. Í lögunum er útskýrt að kynferðislegt ofbeldi getur verið allskonar og snert allan líkamann ekki bara kynfærin. Kynferðislegt ofbeldi getur verið þegar fullorðnir eða ungt fólk: • vill knúsa eða snerta kynfærin, leggöng, munn eða rass barns, • biður börn að snerta sín eigin kynfæri, leggöng, rass eða brjóst. • biður börn um að snerta kynfæri sín eða snerta kynfæri hvert annars. Það er líka kynferðislegt ofbeldi að sýna börnum kynferðislegar myndir eða kvikmyndir af fullorðnum í kynferðisathöfnum eða taka myndir eða sýna myndir af börnum í kynferðislegum athöfnum eða uppstillingum. Kynferðis- ofbeldi getur valdið líkamlegum sársauka en það er ekki alltaf þannig. Stundum finnst börnum það sem er gert við þau spennandi eða gott, því það getur stundum vakið góða tilfinningu í líkamanum. Það er samt ekki leyfilegt fyrir fullorðna eða ungmenni að snerta börn. Það vita allir fullorðnir. Eru börnin að gera eitthvað ólöglegt? Nei! Ef fullorðnir eru að snerta kynfæri barna þá er það alltaf sá fullorðni sem er að gera eitthvað ólöglegt. Eins og þið munið kannski eftir úr fyrstu myndinni þá höfum við lært að börn mega vera forvitin og skoða og snerta önnur börn ef þau eru nokkurn veginn á svipuðum aldri, jafn sterk og vilja bæði taka þátt. En fullorðnir eða ungt fólk hefur aldrei leyfi til að snerta kynfæri barna. Börn mega ekki snerta kynfæri annarra barna sem vilja það ekki eða eru yngri og minni. 03:05
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 23 5. ÞEGAR FULLORÐIÐ FÓLK BRÝTUR LÖG Við erum með lög og reglur og það er líka séð til þess að þeim sé fylgt eftir. Hver sér um að farið sé eftir reglum heima/í bekknum? Hvað gerist ef þið brjótið eina af reglunum? Vitið þið hver sér um að farið sé eftir lögum á Íslandi? Það er lögreglan sem sér um að farið sé að lögum á Íslandi. Ef fullorðið fólk gerir eitthvað sem stenst ekki lög, er það í verkahring lögreglunnar að stoppa það. Lögreglan þarf oft að rannsaka málið til að komast að því hvað hefur gerst, til að vera alveg viss um að fullorðnir hafi í raun gert eitthvað sem er bannað. Þegar lögreglan er að rannsaka málið talar hún við alla og spyr þá margra spurninga. Ef lögreglan kemst að því að fullorðið fólk hafi gert eitthvað ólöglegt þá verður úr því dómsmál. Þar geta einn eða fleiri dómarar ákveðið að hinn fullorðni skuli leita sér hjálpar til að hætta að brjóta lögin og sumir fara jafnvel í fangelsi á meðan verið er að rannsaka málið. Þegar fullorðið fólk þarf að sitja í fangelsi getur það ekki brotið af sér á meðan og það verður til þess að vernda þann sem brotið var á. Þegar einhver er settur í fangelsi, verður það vonandi til þess að hann átti sig á að það sem hann gerði er stranglega bannað. Það getur líka komið í veg fyrir að aðrir brjóti af sér. Barn sem er brotið á kynferðilega getur oft borið hlýjar tilfinningar til þess sem brýtur á því. Það getur orðið til þess að barnið hefur áhyggjur af því sem gæti gerst ef sá fullorðni fer í fangelsi. Þetta getur komið í veg fyrir að barnið segi frá. Það getur því verið góð leið að tala ekki mikið um að gerandanum verði refsað í fangelsi heldur útskýra að fangelsi sé staður þar sem viðkomandi getur fengið hjálp til að hætta að gera það sem er bannað með lögum. TIL KENNARA
24 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 6. LÖGIN VERNDA BÖRN Er það löglegt sem frændi Fjólu gerir? Hvað finnst ykkur að Fjóla ætti að gera? Hvað haldið þið að gerist ef Fjóla segir mömmu sinni frá? Það stendur reyndar í lögunum að ef Fjóla segir móður sinni hvað hún er að upplifa þá verði mamma hennar að hjálpa henni! Hún verður að segja lögrelgunni frá, þannig að Fjóla upplifi að málið sé komið í vinnslu og að verið sé að vernda hana gegn ofbeldinu. Við munum tala meira um þetta þegar við sjáum næstu mynd. Í lögum á Íslandi er tilgreint hvað þið megið gera og líka hvað þið megið ekki gera. Í lögunum stendur að fullorðnir verði að vernda börn. Ef fullorðnir sjá að börn gætu orðið fyrir skaða verða þeir að gera eitthvað til að stöðva það. Ef þeir sjá til dæmis að barn er að fara að hlaupa út á götu í veg fyrir bíl, þá eiga þeir að koma til hjálpar. Fullorðnir verða að gera allt sem þeir geta til að koma í veg fyrir að barnið verði fyrir skaða. Allir fullorðnir verða að hjálpa börnum sem þurfa hjálp. Það er í íslenskum lögum og allir fullorðnir vita það. Ef þú hefur upplifað eitthvað sem er ólöglegt og reynt að segja fullorðnum frá því og þú hefur ekki fengið aðstoð, segðu þá öðrum fullorðnum frá sem þú treystir! 03:58
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 25 04:26 7. AÐ LOKUM Nú höfum við lært að fullorðnir verða að sjá til þess að börn finni að þau séu örugg. Fjóla þekkir ekki íslensk lög svo hún veit ekki að það sem frændi hennar er að gera er bannað. En núna erum við búin að læra um íslensk lög! Nú ættuð þið öll að vita að þið hafið rétt á að segja frá ef þið upplifið eitthvað ólöglegt og að fullorðnir VERÐA að hjálpa ykkur og sjá til þess þið upplifið ykkur sem örugg börn. VERKEFNAVINNA Nemendur geta unnið saman veggspjald með ljóni sem á að tákna íslensk lög og 19. grein Barnasáttmálans. Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau. Hér má finna sniðmát af ljóninu. Kennsluhugmynd 1: Öll börnin mála lófann á sér að innan með rauðri, appelsínugulri, gulri eða brúnni málningu og þrýsta lófunum í kringum andlit ljónsins þannig að til verði ljónamakki. Skrifaðu texta 19. greinar Barnasáttmálans á veggspjald undir ljóninu. Kennsluhugmynd 2: Öll börnin fá autt blað, leggja hönd á það og teikna útlínur handarinnar. Börnin lita höndina sem þau teiknuðu í rauðum, appelsínugulum, gulbrúnum lit og klippa þær út og líma í kringum höfuð ljónsins. Skrifa síðan 19. grein Barnasáttmálans undir myndina.
26 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Þáttur 3: HRÆÐSLA • Hvað getið þið gert ef þið eruð hrædd? • Hvað getið þið gert ef einhver hræðir eða ógnar ykkur? • Hvað þurfið þið til að finna fyrir öryggi? ÞEMA Tími: 20–25 mín. Umræðupunktar: 1. INNGANGUR Byrjaðu á því að sýna titilmynd þáttanna á skjánum og talaðu aðeins um hvað nemendur muna úr fyrri myndum. 2. SÝNA KVIKMYND OG ENDURSEGJA SÖGUÞRÁÐINN Um hvað haldið þið að þessi mynd fjalli? 3. AÐ FINNA FYRIR HRÆÐSLU Hvað verður um Fjólu í myndinni? 02:49 RÁÐ!
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 27 Af hverju verður hún hrædd? Frændi Fjólu var að snerta píkuna hennar. Þegar Fjóla vildi ekki að hann gerði það aftur og sagðist ætla að segja mömmu sinni varð frændinn reiður. Hann hræddi Fjólu og hann hótaði henni. Hann sagðist ætla að lemja hana og að allir myndu verða reiðir við hana ef hún segði frá. Haldið þið að frændinn hafi rétt fyrir sér? Verða allir reiðir út í Fjólu ef hún segir frá? Fjóla hefur ekki gert neitt rangt. Það er frændinn sem hefur gert eitthvað sem má ekki. Það vita allir fullorðnir. Hvernig bregst móðirin við þegar Fjóla segir henni hvað frændinn hefur gert? Mamma hennar huggar og hjálpar Fjólu. Þegar Fjóla segir mömmu sinni hvað gerðist hættir frændinn að snerta píkuna hennar. Hvað eru þið hrædd við? Hvernig líður ykkur þegar þið verðið hrædd? 04:00
28 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 4. AÐ VERA ÖRUGG Hvað er best að gera ef þið eruð hrædd við eitthvað? Hvað getið þið gert til að leysa málið? Ef þið eruð hrædd við eitthvað getið þið talað við einhvern fullorðinn. Fullorðna fólkið mun hjálpa ykkur og aðstoða því það á að passa upp á ykkur. 5. FULLORÐNIR SEM MÁ TREYSTA Frændi Fjólu gerir hluti sem eru ólöglegir og meiða Fjólu. Hann hræðir hana svo hún verður hrædd. En hún segir mömmu sinni hvað hann gerði og þá fær hún hjálp. Við hvern er best að tala þegar þið þurfið að segja frá einhverju sem er erfitt, eða eitthvað sem hefur hrætt ykkur eða komið í uppnám? Skoðið aftur veggspjaldið sem unnið var áður, það er listann yfir þá fullorðnu sem börnin geta treyst og talað við. Minnið börnin líka á að þau geti talað við þig eða einhver annan í skólanum. Vitið þið hvað Neyðarlínan er? Þú getur hringt í Neyðarlínuna alla daga og nætur. Þar vinna fullorðnir sem eru mjög góðir í að hjálpa börnum og ungmennum. Öll börn mega hringja í Neyðarlínuna í síma 112 ef þau upplifa eitthvað sem er erfitt eða ólöglegt. Það er líka hægt að senda sms í síma 112 eða senda skilaboð á netspjalli Neyðarlínunnar 112.is Skrifaðu símanúmerið hjá Neyðarlínunni upp á töflu eða hengdu það upp á áberandi stað í skólastofunni. 6. KENNSLUHUGMYNDIR Fæstir fullorðnir gera eitthvað ólöglegt við börn eða hræða þau. En sumir gera það. Ef þið hittið einhvern fullorðinn sem hræðir ykkur, þá verðið þið að segja frá og tala við einhvern annan fullorðinn svo þið getið fengið hjálp. Lesið aftur veggspjaldið semnemendur bjuggu til með lista yfir þá fullorðnu sem þau treystu. Minntu nemendur líka á að þau geta talað við þig eða einhvern annan í skólanum. RÁÐ! RÁÐ!
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 29 VERKEFNAVINNA • Allir nemendur búa til veggspjald með númeri Neyðarlínunnar. Hvettu þau til að myndskreyta myndina eins og þau vilja t.d. setja ramma í kringum númerið. Hægt er að hengja myndirnar upp á vegg eða nemendur taka þau með sér heim. • Farðu aftur að veggspjaldinu sem bekkurinn gerði áður með öllu fullorðna fólkinu sem börnin treysta. Biðjið þau um að bæta við fleira fullorðnu fólki sem þau geta treyst. Neyðarlínan2
30 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Þáttur 4: ÞAÐ ER ALDREI ÞÉR AÐ KENNA • Það er aldrei þér að kenna ef einhver fullorðinn vill snerta kynfæri þín. • Sumum leyndarmálum á ekki að þegja yfir. • Vertu góður vinur! ÞEMA Tími: 25–30 mín. Umræðupunktar: 1. INNGANGUR Byrjaðu á því að sýna titilmynd þáttanna á skjánum og talaðu aðeins um hvað nemendur muna úr fyrri myndum. 2. SÝNA KVIKMYND OG RÆÐA Um hvað fjallar þessi mynd? 3. LEYNDARMÁL SEM EKKI Á AÐ ÞEGJA YFIR Eru þið vön að þegja yfir leyndarmálum? Hvað er gott dæmi um leyndarmál? Það eru sum leyndarmál sem þið ættuð ekki að þegja yfir. Hvers konar leyndarmál geta það verið? Það geta verið leyndarmál sem gera ykkur hrædd og döpur eða kannski hefur einhver gert eitthvað ólöglegt. Þá verðið þið að segja fullorðnum aðila sem þið treystið frá því sem gerðist. RÁÐ!
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 31 Hvert er leyndarmál Orra? Orri geymir eitt leyndarmál sem er að hann og Magga hafa verið að snerta kynfæri hvers annars þó að Orri sé barn en Magga fullorðin. Hvernig haldið þið að Orra líði? Orri verður leiður þegar hann hugsar um það sem hefur gerst. Honum fannst það sem Magga gerði vera svolítið spennandi í byrjun. En svo áttaði hann sig á því að fullorðnir eins og Magga mega ekki snerta kynfæri barna. Þá varð hann hræddur. Honum fannst hann líka dálítill kjáni, því hann hafði einhvern veginn tekið þátt í þessu með Möggu. 02:11 03:24
32 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Hvað var kennarinn að tala um í skólanum? Hvað lærði Orri í þeirri kennslustund? Orri kemst að því að það sem hann hefur upplifað er kynferðislegt ofbeldi. Hann lærir að það er ekki honum að kenna. Það sem Magga hefur gert er ólöglegt fyrir fullorðna að gera. Hann lærir líka að hann á rétt á að fá hjálp og að Magga þarf hjálp til að hætta því sem hún gerir. Hann kemst að því að þetta er þannig leyndarmál sem maður á ekki að þegja yfir. Hvað er Magga að gera sem má ekki? Möggu finnst gaman að snerta typpið og rassinn á Orra þegar hann er í heimsókn. Henni finnst gott að snerta typpið hans og hún biður Orra líka um að snerta píkuna sína. Hún sýnir honum líka kvikmyndir þar sem fullorðnir eru að stunda kynferðislega leiki. Það er ólöglegt fyrir fullorðna og ungt fólk að snerta börn og sýna þeim þannig myndir. Er Orri að gera eitthvað ólöglegt? Nei! Þó að Orri snerti líka píkuna á Möggu og vill taka þátt af því að hún biður hann þá er það Magga sem er að gera eitthvað ólöglegt en ekki Orri. Af hverju segir Magga að margir verði reiðir við Orra ef hann segir frá? Magga segir það vegna þess að hún vill hræða Orra, svo að hann þori ekki segja frá. 4. ÞAÐ ER ALDREI ÞÉR AÐ KENNA Af hverju þorir Orri ekki að segja pabba sínum frá því sem hefur gerst strax? Orri er hræddur um að pabbi hans verði reiður. Hann sér eftir því að hafa logið að pabba sínum. Hann er hræddur og heldur að það sé sér að kenna. En það er aldrei barni að kenna ef fullorðnir eða unglingar vilja snerta á þeim kynfærin. 03:36
MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR 33 Orra finnst Magga líka vera skemmtileg. Honum finnst frábært að svona stór unglingur vilji hanga með honum og þau hafa gert margt skemmtilegt saman. Hann er hræddur um hvað verður um hana ef hann segir frá því sem hún gerði. En Orri verður að segja frá, þó honum þyki vænt um Möggu. Það sem Magga hefur gert er ólöglegt. Hún þarf hjálp til að hætta því. 5. AÐ TALA VIÐ EINHVERN FULLORÐINN Að lokum segir Orri pabba hvað hann og Magga voru að gera. Hvernig líður Orra eftir að hann segir pabba sínum frá hvað gerðist? Orra er létt og hann er ánægður. Og pabbi reiðist ekki, hann huggar hann og skilur. Allir fullorðnir verða að tryggja að börn séu örugg. Það kemur fram í lögum á Íslandi. Þess vegna er mjög mikilvægt að þú látir fullorðna vita ef þú lendir í einhverju svona sem vekur hjá þér hræðslu eða depurð eða ef þú átt svona leyndarmál sem maður á ekki að þegja yfir. 03:59 04:25
34 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40342 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – 1.–4. BEKKUR Hvaða fullorðna fólk finnst ykkur best að tala við um erfiða eða sorglega hluti? Skoðið aftur saman veggspjaldið með þeim fullorðnu sem nemendur treysta og finnst öruggt að tala við. Segðu nemendunum að þú sért einn af þeim sem þeir geta talað við. Skrifaðu númer Neyðarlínunnar á töfluna. Minnið nemendur á að öll börn sem upplifa eitthvað svipað því sem Fjóla eða Orri eru að upplifa, þurfi hjálp frá fullorðnum sem þau treysta. Það á líka við þótt þeim þyki vænt um þann fullorðna sem hefur brotið á þeim kynferðislega. Segðu þeim líka að ef þau reyna að tala við einhvern fullorðinn og sá hinn sami hlustar ekki á þau þá þurfa þau að tala við annan fullorðinn svo þau geti fengið hjálp. 6. VERTU GÓÐUR VINUR Fullorðnir eiga að hugsa vel um börn. En börn geta líka passað upp á hvert annað! Við eigum að vera til staðar fyrir hvert annað þannig tryggjum við að öllum líði vel. Hvernig getið þið hjálpað hvert öðru? Hvað ættuð þið að gera ef vinur eða vinkona segir þér frá slíku leyndarmáli sem á ekki að þegja yfir? Ef ykkur er sagt frá þannig leyndarmáli getur verið erfitt að vita hvað best er að gera. Kannski eruð þið beðin um að lofa því að segja aldrei neinum frá! Jafnvel þó þið hafið lofað að segja aldrei neinum, verðið þið samt að segja fullorðnum frá því. Kannski getið þið farið saman til einhvers fullorðins til að segja frá leyndarmálinu? Eða sagt sjálf þeim sem þið treystið. Þið eruð samt góðir vinir þó þið hafið lofað að segja ekki neitt. Góðir vinir hjálpa hver öðrum. Og börn sem eiga leyndarmál eins og Orri og Fjóla þurfa hjálp frá fullorðnum. RÁÐ!
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=