Líkami minn tilheyrir mér - Klb. með samtalsspjöldum fyrir l

7 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Hver þáttur hefur mismunandi sjónarhorn, en tengist um leið hinum þáttunum. Þess vegna er mælst til þess að horft sé á alla þættina í réttri röð. Ef leikskólinn vill aðeins nota suma þættina í röðinni mælum við með því að byrja á 1. þætti. Í öllum tilvikum þarf starfsfólk skólans að lesa allt fylgiefnið og ræða saman um kennsluleiðbeiningarnar í heild, sem og öll samtalsspjöldin, áður en vinnan hefst svo undirbúningurinn verði sem bestur. 4. ÞÁTTUR: Þetta er aldrei þér að kenna VIÐFANGSEFNI: • Það er aldrei þér að kenna ef einhver fullorðinn beitir þig kynferðislegu ofbeldi. • Hvern getur þú talað við ef þú átt leyndarmál sem veldur þér vanlíðan? • Hvernig getur þú verið góður vinur? SPJÖLD 15–20 1. ÞÁTTUR: Líkami minn tilheyrir mér! VIÐFANGSEFNI: • Þú ræður yfir eigin líkama. • Líkaminn gefur okkur alls konar góðar tilfinningar. • Ef einhver ætlar að gera eitthvað sem er bannað eða sem þú vilt ekki að gert sé við líkamann þinn máttu alltaf segja frá því. SPJÖLD 1–5 2. ÞÁTTUR: Lög og reglur VIÐFANGSEFNI: • Lögin gilda fyrir alla. Lög og reglur segja okkur hvað er bannað að gera. • Í lögunum stendur að fullorðnir eigi að annast öll börn og fullorðið fólk má aldrei meiða börn. • Það er bannað með lögum að fullorðið fólk beitir börn kynferðislegu ofbeldi. SPJÖLD 6–11 3. ÞÁTTUR: Að vera hrædd VIÐFANGSEFNI: • Hvað getur þú gert ef þú hræðist einhvern eða ef einhver hræðir þig eða hótar þér? • Hvað þarf til þess að þú finnir fyrir öryggi? SPJÖLD 12–14 YFIRLIT YFIR SAMTALSSPJÖLD „Líkami minn tilheyrir mér“ er teiknimyndaröð í fjórum þáttum þar sem fjallað er um líkamann, mörk og kynferðisofbeldi. Hver þáttur er um það bil fjórar mínútur að lengd. Hverjum þeirra fylgir sett af samtalsspjöldum sem má nota til að ræða við börnin strax eftir að þau hafa horft á þáttinn. Mælt er með að nota eina samverustund fyrir hvern þátt. Hver samverustund, og samtalið eftir þáttinn, stendur yfir í 20–40 mínútur, allt eftir barnahópnum hverju sinni. Best er að sýna þættina yfir 4–8 vikna tímabil. Það er mikilvægt að gefa börnunum tækifæri til að hugleiða efnið milli sýninga þáttanna, en einnig að þau fái að sjá þættina í réttri röð og án þess að of langt líði á milli sýningar hvers þáttar.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=