4 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | FORMÁLI Takk fyrir að nota námsefnið „Líkami minn tilheyrir mér“ Námsefnið inniheldur þessar kennsluleiðbeiningar, teiknimyndirnar „Líkami minn tilheyrir mér“ og samtalsspjöld sem hægt er að nota í vinnu með 4–6 ára leikskólabörnum. Árið 2017 hófst samstarf Barnaheilla í Noregi við Bivrost Film og NRK Super um framleiðslu á teiknimyndunum „Líkami minn tilheyrir mér“. Þær fjalla um kynferðisofbeldi gegn börnum eru þessar kennsluleiðbeiningar unnar af Barnaheill í Noregi. Teiknimyndirnar og leiðbeiningarnar hafa verið notaðar í grunnskólum víðs vegar í Noregi og vakið mikla athygli. Barnaheill hafa fengið fjölda tilkynninga um að þættirnir komi á framfæri mikilvægri þekkingu bæði barna og fullorðinna og stuðli að því að fyrirbyggja og veita upplýsingar um kynferðisofbeldi gegn börnum. Mikill fjöldi beiðna barst til Barnaheilla frá leikskólum sem einnig vildu nýta sér „Líkaminn minn tilheyrir mér.“ Því voru þróaðar nýjar leiðbeiningar sem miðaðar eru sérstaklega fyrir leikskóla. Í ferlinu var náið samstarf haft við leikskóla víðsvegar í Noregi. Kallað var eftir reynslusögum og dæmum um góða starfshætti frá leikskólum sem hafa notað mismunandi leiðir til að tala um ofbeldi við börn. Því næst var gerð áætlun í tilraunaskyni, sem var prófuð í leikskólum ásamt teiknimyndunum. Endanleg útgáfa kennsluleiðbeininganna var svo aðlöguð í samræmi við reynslu og endurgjöf frá leikskólunum sem prófuðu efnið. Ísland fékk leyfi til að þýða kennsluleiðbeiningar frá Barnaheill í Noregi og talsetti myndirnar á íslensku í samstarfi við RUV. Barnaheill eru leiðandi afl í að breyta viðhorfum og verklagi varðandi málefni barna og réttindi þeirra. Framtíðarsýn Barnaheilla er heimur þar sem sérhvert barn hefur tækifæri til að lifa og þroskast, fær gæðamenntun, lifir öruggu lífi og hefur tækifæri til að hafa áhrif. Til þess að börn geti notið réttar síns til verndar gegn ofbeldi og kynferðisofbeldi þurfum við að fá alla þjóðina með okkur í í lið. Við þurfum á þér að halda. Með því að nota þessar kennsluleiðbeiningar miðlar þú mikilvægri fræðslu til barna. Fræðslu sem eykur öryggi barnanna. Þakka þér fyrir að taka þátt í baráttunni gegn kynferðisofbeldi á börnum! Kær kveðja, Barnaheill á Íslandi og Menntamálastofnun
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=