25 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI ÞEGAR BARN BRÝTUR Á ÖÐRU BARNI Umtalsverður hluti kynferðisbrota gegn börnum er framinn af öðrum börnum eða unglingum. Þú gætir lent í aðstæðum þar sem börn segjast hafa upplifað að annað barn hafi farið yfir þeirra mörk, annaðhvort í leikskólanum eða utan hans. Þá er mikilvægt að hafa í huga að báðir aðilar málsins eru börn og þurfa bæði hjálp frá fullorðnum til að geta haldið áfram að þroskast eðlilega. Börn þurfa svigrúm til að kanna og læra á sinn eigin líkama og annarra. Mörg börn nota kynferðislega leiki í þeim tilgangi og vegna gagnkvæmrar forvitni. Það er alveg eðlilegt og heilbrigt að börn fari í kynferðislega leiki saman, svo framarlega sem sá leikur einkennist af gleði og gagnkvæmu samþykki. Það þarf að setja traustan ramma fyrir kynferðislega leiki rétt eins og alla aðra leiki. Það má aldrei þvinga neinn til að vera með og börnin þurfa að taka þátt á jafningjagrundvelli. Leikur barna fer oft fram á máta sem við fullorðna fólkið eigum erfitt með að skilja. Þau geta t.d. þefað af rassinum á hvert öðru eða fróað sér saman. Svo framarlega sem slíkt einkennist af ánægju og vellíðan er engin ástæða til að hafa áhyggjur. Ef hins vegar slíkur leikur á sér stað milli barna á mismunandi aldursstigum, með einhvers konar þvingun, leikurinn einkennist af leynd, valdbeitingu, ótta eða nauðung eða veldur einhverri vanlíðan er mikilvægt að grípa inn í og leiðbeina og fræða. Það geta verið margar ástæður fyrir því að leikur og samvera þróast yfir í aðstæður sem vekja áhyggjur eða þar sem farið er yfir mörk annarra. Stundum getur leikurinn sjálfur breyst í eitthvað sem þarf að grípa inn í. Stundum er barnið með þroskafrávik eða fyrri reynslu sem veldur því að barnið á erfitt með að átta sig á hvað er í lagi og hvar eðlileg mörk liggja. Kynferðisleg hegðun sem vekur áhyggjur eða er metin skaðleg einkennist gjarnan af því að barnið lætur í ljósi að það finni til og geta verið margar orsakir fyrir því. Það er mikilvægt að barnið fái aðstoð frá fullorðnu fólki sem það treystir til að hægt sé að grafast fyrir um hvað býr að baki. Undanfarin ár hefur verið lögð rík áhersla á að auka færni allra aðila við að greina og fylgja eftir óeðlilegri og skaðlegri kynferðislegri hegðun hjá börnum. Í þingsályktunartillögu mennta- og barnamálaráðherra frá 2021 um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna er nú lögð áhersla á farsældarþjónustu sem nær frá grunnþjónustu sem er aðgengileg öllum börnum og/eða foreldrum til frekari stigskiptrar einstaklingsbundinnar þjónustu, meðal annars á sviði löggæslu og barnaverndar. UPPLÝSINGAR Á NETINU Neyðarlínan 112.is Barnahús Lögregla
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=