16 LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI | MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | 6 >> Af hverju er bannað að biðja barn að snerta kynfærin á fullorðnum einstakling? Ef fullorðnir og börn eru að snerta kynfæri hvers annars geta börn meitt sig. Þeim getur orðið illt í rassinum eða píkunni eða typpinu og þau geta líka orðið mjög leið og hrædd og fengið hnút í magann. Þegar frændi Fjólu segir að hún eigi að greiða hárið á typpinu hans finnst henni það skrýtið. Á eftir fær hún kannski stóran hnút í magann og kvíðir fyrir því þegar frændi hennar kemur næst í heimsókn. Frændi hennar Fjólu má ekki gera þetta, það er stranglega bannað. Það stendur í lögunum. 7 >> Er löglegt fyrir fullorðna að snerta kynfæri hvers annars? Fullorðið fólk má snerta og strjúka kynfæri hvers annars ef báðir vilja gera það. Þegar fullorðna fólkið gerir það er það oftast einhvers staðar þar sem þau eru ein saman. Mörgum finnst gott að gera þetta með þeim sem þau eru skotin í. Þá er gaman að gera eitthvað saman sem er gott og sem aðrir eru ekki með í eða þurfa að vita um. En fullorðnir mega aldrei snerta eða strjúka kynfæri barna. 8 >> Af hverju getur Fjóla ekki sagt neitt eða hrópað „hættu?“ Þegar við erum hrædd högum við okkur á mismunandi hátt. Sum æpa, aðrir hlaupa í burtu. Sum segja ekki orð því þau eru svo hrædd að þau geta ekki einu sinni hreyft sig. Þeim finnst þau vera frosin eins og ís. Kannski gerðist það einmitt hjá Fjólu. Fjóla á líka erfitt með að gera ekki það sem frændi hennar biður hana að gera. Fullorðnir ráða yfir börnum á svo margan hátt og börnum er sagt að hlýða fullorðna fólkinu. Oftast er ætlast til að börn geri það sem fullorðna fólkið segir. En þegar fullorðnir vilja gera eitthvað sem er bannað á maður ekki að hlusta á þau. Þá eiga börn rétt á að segja nei og segja einhverjum öðrum fullorðnum frá sem þau treysta. 9 >> Af hverju er Fjóla hrædd við frænda sinn? / Af hverju segir Magga að það verði margir mjög reiðir við Orra? Magga og frændinn hræða börnin vegna þess að þau vilja ekki að aðrir fullorðnir fái að vita að þau séu að gera eitthvað sem er ólöglegt. Þau vilja að þetta ólöglega sé leyndarmál. Ef aðrir fullorðnir komast að því hvað Magga og frændinn eru að gera verða þau að hætta. Og það vilja þau ekki. Stundum gerist það að fullorðnir sem snerta kynfæri barna eða láta þau snerta kynfæri sín finnst gaman að hræða börnin á þennan hátt. Stundum lofar fullorðið fólk líka að gefa börnunum eitthvað flott eða leyfa þeim að gera eitthvað skemmtilegt. En ef fullorðin manneskja hræðir barn, eða reynir að tæla eða plata það til að taka þátt í einhverju sem er ólöglegt er mjög mikilvægt að segja einhverjum fullorðnum frá því. Því barnið þarf að fá hjálp.
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=