15 MENNTAMÁLASTOFNUN – BARNAHEILL 2023 | 40340 | LÍKAMI MINN TILHEYRIR MÉR – LEIKSKÓLI Hér höfum við safnað saman spurningum sem kunna að vakna hjá börnunum eftir að þau horfa á myndirnar, og sem fullorðna fólkinu gæti þótt erfitt að svara á fullnægjandi hátt. Hér eru nokkrar tillögur að svörum sem gætu auðveldað ykkur að svara spurningum barnanna. 1 >> Af hverju vill sumt fullorðið fólk snerta kynfæri barna? / Af hverju láta sumir fullorðnir eins og lögin séu ekki til? Það er mjög góð spurning. Það getur verið erfitt fyrir okkur að skilja hvers vegna þau vilja það, og oft vitum við það ekki alveg. En við vitum að það er ekki til nein afsökun, sama hver ástæðan er. Það er alltaf bannað að fullorðið fólk snerti kynfæri barna. Þeir sem gera það verða að fá hjálp við að hætta því og börn sem hafa lent í slíku verða að fá hjálp. Þess vegna er svo mikilvægt að segja frá. 2 >> Hvað gerist ef fullorðið fólk brýtur lög? Lögreglan sér um að farið sé að lögum. Ef fullorðnir gera eitthvað ólöglegt á lögreglan að stoppa það. Stundum þarf lögreglan að rannsaka málið betur til að vita nákvæmlega hvað gerðist og vera alveg viss um að fullorðna manneskjan hafi gert eitthvað sem er bannað. Það er kallað lögreglurannsókn. Þegar lögreglan er að vinna að rannsókn talar hún við alla og spyr margra spurninga. Ef lögreglan kemst að því að fullorðnir hafi gert eitthvað ólöglegt verður málið að dómsmáli. Þar geta einn eða fleiri dómarar ákveðið að hinn fullorðni verði að fá hjálp við að hætta að gera hluti sem eru bannaðir með lögum og stundum fara í fangelsi í einhvern tíma. Þegar fullorðið fólk þarf að fara í fangelsi er það til að koma í veg fyrir að það geti gert áfram ólöglega hluti og til að vernda þau börn sem það hefur gert eitthvað ólöglegt við. Þegar einhver er settur í fangelsi er það líka til að allir fái að vita að það sem var gert er stranglega bannað. Það getur stoppað aðra í að gera slíkt hið sama. 3 >> Hvað gerist ef börn segja frá ofbeldi? / Hvað gerist ef Fjóla eða Frikki segja einhverjum fullorðnum frá? Þá á fullorðna manneskjan að hringja í lögregluna sem getur hjálpað Fjólu og Frikka. Lögreglan á að stöðva frænda Fjólu og þjálfara Frikka, til að þau þurfi ekki lengur að snerta kynfæri þeirra. Eftir það tala Fjóla og Frikki við fullorðið fólk sem veit hvernig á að hjálpa börnum sem hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi. 4 >> Pabbi setti hitamæli í rassinn á mér þegar ég var veik. Hann setti líka stíl upp í rassinn. Það var sárt og vont. Er það löglegt? Stundum þurfa fullorðnir heima eða í leikskólanum að hjálpa til við að gera ýmislegt sem tengist líkamanum. Til dæmis að hjálpa til við að skeina eftir klósettferðir, skipta um bleyju, þvo kynfærin gætilega, nota hitamæli eða gefa lyf. Það er stundum svolítið óþægilegt og getur líka verið sárt. En þetta gerir fullorðna fólkið til að ykkur líði betur. Það er alveg löglegt og líka alveg eðlilegt. 5 >> Er löglegt að börn snerti kynfærin á hvert öðru? Mörgum börnum finnst gott að snerta kynfæri sín. Mörgum börnum finnst líka gaman að skoða eða horfa á kynfærin hjá öðrum börnum og fara í kynferðislega leiki saman. Það er allt í lagi ef öllum finnst það skemmtilegt og enginn er neyddur til að vera með í leiknum. Það er mikilvægt að börn sem skoða og snerta kynfæri hvers annars séu á svipuðum aldri, jafnstór og jafn sterk og allir vilji vera með. Enginn má neyða eða plata einhvern til að snerta og horfa á kynfæri hvers annars – ekki börn og ekki fullorðnir. Öll börn eiga rétt á að ráða yfir eigin líkama. Sjá einnig umræðuspurningar um líkama okkar og kynfærin í tengslum við 1. þáttinn. AÐRAR SPURNINGAR SEM GETA KOMIÐ UPP HJÁ BÖRNUM
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=