Lífið fyrr og nú

8 Þing og goðar Á Alþingi voru sett lög, til dæmis um kristnitökuna. Alþingi var á Þingvöllum. Ræðumenn töluðu á Lögbergi við Almannagjá. Landnámsmennirnir, og aðrir sem áttu hér heima fyrir mörg hundruð árum, eru kallaðir fornmenn. Hjá fornmönnum voru engir ráðherrar eða borgarstjórar eða sýslumenn. Ekki heldur lögregla. En sumir bændur voru ríkir og duglegir og réðu meiru en aðrir. Æðstu bændurnir hétu goðar. Þeir voru höfðingjar yfir hinum. Á hverju sumri héldu goðarnir þing. Það hét Alþingi og var haldið á Þingvöllum. Goðarnir höfðu marga menn með sér, og fólk kom líka á Alþingi sér til skemmtunar. Þegar þurfti að setja ný lög eða ákveða eitthvað mikilvægt, gerðu goðarnir það á Alþingi.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=