Lífið fyrr og nú

7 Eftir kristnitöku komu kirkjur og prestar, og öll börn voru skírð. Landnám Íslands bls. 58–61 Sjálfstæði Íslendinga 1, 4. og 5. kafli Elstamynd af Jesú Kristi semgeymst hefur á Íslandi. Svonamyndir voru í kirkjunum. Kristin trú breiddist út til margra landa. Til Íslands komu kristniboðar sem sögðu fólki frá Jesú. Þá ákváðu Íslendingar að skipta um trú og verða kristnir. Eftir kristnitöku var bannað að trúa á gömlu goðin. Í staðinn átti að byggja kirkjur og fá presta til að messa í þeim. Börn voru skírð og fermd og lærðu bænir. Æðstu menn í kirkjunni hétu biskupar. Þeir áttu heima í sveit eins og allir aðrir. Einn var í Skálholti, annar á Hólum í Hjaltadal. Þar voru stærstu kirkjur landsins, dómkirkjurnar. Þar gátu strákar verið í skóla og lært að verða prestar. Flestir krakkar fóru aldrei í skóla en sumir lærðu að lesa og skrifa heima hjá sér.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=