Lífið fyrr og nú

6 Þór var sterkasti guðinn. Hann notaði hamarinn Mjölni til að berjast við hættuleg tröll. Æðsti guðinn hét Óðinn. Hann vissi allt sem gerðist af því að hrafnarnir sögðu honum það. Kristni og kirkja Landnámsmenn trúðu á heiðin goð, bæði guði og gyðjur. Fólk trúði líka á verur sem áttu heima í náttúrunni, í steinum eða fjöllum eða fossum. Í sumum löndum var á þessum tíma komin á kristin trú. Þar trúði fólk á Jesú Krist, byggði kirkjur og hafði presta. Sumir þrælarnir, sem landnámsmenn komu með, voru frá kristnum löndum, til dæmis Írlandi. Víkingar höfðu rænt þessu fólki og gert það að þrælum. Menn gátu líka keypt sér þræla og látið þá vinna fyrir sig.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=