Lífið fyrr og nú

5 Í Reykjavík er stytta af Ingólfi Arnarsyni, fyrsta landnámsmanninum. Til Íslands komu stórar fjölskyldur sem byggðu sér bæi. Flestir landnámsmenn komu frá Noregi fyrir meira en þúsund árum. Íslendingar, sem nú lifa, eru afkomendur landnámsmanna. Fyrsti landnámsmaðurinn hét Ingólfur Arnarson. Hann kom frá Noregi með fjölskyldu sína, vinnufólk og þræla. Hann gat valið sér land hvar sem hann vildi, því að enginn var kominn á undan honum. Hann kaus að byggja bæinn sinn þar sem Reykjavík er núna. Á dögum Ingólfs var Reykjavík bara einn sveitabær. Allt umhverfið var þakið gróðri, grasi og skógi. Á Íslandi voru þá stórir birkiskógar, og víða var grænn gróður þar sem nú er grjót og sandur. Landnám Íslands bls. 17–31

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=