Lífið fyrr og nú

55 Tæknin er eitt af því sem alltaf er að breytast. Í gamla daga var ekkert til sem gekk fyrir vélum eða rafmagni. En nú eru alltaf að verða til fullkomnari vélar og tæki. Annað sem breytist eru lífskjörin. Smám saman hefur Ísland orðið ríkara. Við höfum náð betri tökum á auðlindum okkar og náttúrunni. Fólk á meiri peninga, getur keypt fleira og haft meiri þægindi. Og í framtíðinni vonar fólk að kjörin verði ennþá betri. Nútímafólk ætti víst erfitt með að venjast lífinu eins og það var á fyrri öldum, þegar tæknin var frumstæð og lífskjörin bág. En það er fróðlegt að kynnast sögu landsins og vita hvernig fólk gat lifað á allt annan hátt en við gerum nú. Sagan sýnir okkur líka hvernig Ísland breyttist í það sem það er núna. Sjálfstæði Íslendinga 3, 17. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=