Lífið fyrr og nú
Í sveitinni í gamla daga voru ólíkar venjur og reglur fyrir karla og konur. Bóndinn réð öllu um búskapinn, en húsfreyjan sá um heimilið. Vinnukonur fengu lægra kaup en vinnumenn þó að þær hefðu oft meira að gera. Sum verk voru helst fyrir karlmenn, önnur fyrir konur. Þegar bæirnir fóru að vaxa voru þar líka mismunandi störf fyrir karla og konur. Öll bestu störfin voru karlastörf. Konur sáu um heimilið, og ef þær unnu úti fengu þær lægra kaup en karlmenn. Nú er minni munur á störfum karla og kvenna. Samt er algengara að karlmenn fái góða vinnu og hátt kaup, og konur bera oftast meiri ábyrgð á heimilinu. Nú er meira jafnrétti en áður var, en samt er ekki fullt jafnrétti. 53 Karlar og konur Áður fyrr var mikill munur á störfum karla og kvenna. Nú er meira um að karlar og konur vinni sömu störf. Sjálfstæði Íslendinga 3, 7. kafli
Made with FlippingBook
RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=