Lífið fyrr og nú

52 Í gamla daga áttu allir heima í sveit og unnu við búskap. Störfin voru fjölbreytt og fólk þurfti að kunna þau vel. En börnin lærðu þau heima hjá sér með því að hjálpa fullorðna fólkinu. Þau þurftu ekki að fara í skóla til að búa sig undir störf – nema fáeinir strákar sem áttu að verða prestar og sýslumenn. Þetta breyttist þegar flestir fóru að búa í þétt-býli. Nú stundar fólk alls konar störf á vinnustað sínum. Börnin fara ekki með til að hjálpa pabba og mömmu í vinnunni. Þau eru í skóla. Mörg þeirra fara seinna í framhaldsnám til að búa sig undir ákveðin störf. Börnin læra Í gamla daga lærðu börnin að vinna með því að hjálpa þeim fullorðnu. Drengur að læra handbragð af karli. Nú þarf ungt fólk að læra í skóla til að búa sig undir mismunandi störf. Sjálfstæði Íslendinga 2, 10. kafli Sjálfstæði Íslendinga 3, 9. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=