Lífið fyrr og nú

51 Fiskimiðin eru ein helsta auðlind Íslendinga. Ef við hefðum ekki fiskinn til að selja til útlanda, gætum við ekki borgað fyrir alla þá hluti sem við kaupum frá öðrum löndum. Nú eru veiðiskipin orðin svo stórvirk að þau gætu hæglega veitt alltof mikið af fiski. Þá væri of lítið af fiski eftir í sjónum til að stækka og fjölga sér. Þess vegna þarf að stjórna veiðunum og gæta þess að ekki sé veitt of mikið á hverju ári. Áður fyrr gátu útlend skip komið og veitt við Ísland eins og þeim sýndist. Þá höfðu Íslendingar engin tök á að stöðva ofveiði á fiskinum. Nú ráða Íslendingar sjálfir yfir stóru svæði kringum landið þar sem mest af fiskimiðunum er. Þorskurinn gefur mest verðmæti af öllum fisktegundum á Íslandsmiðum. Fiskiskip nútímans veiða margfalt meira en hægt var í gamla daga. Þegar Íslendingar stækkuðu fiskveiðilögsöguna urðu hörð átök við Breta, svokölluð „þorskastríð“. Bresk herskip skutu ekki á íslensku varðskipin, en sigldu oft utan í þau. Sjálfstæði Íslendinga 3, 8. og 16. kafli og bls. 138

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=