Lífið fyrr og nú

50 Íslendingar hafa alltaf veitt fisk. Í gamla daga höfðu þeir bara árabáta og verkuðu fiskinn í skreið eða harðfisk. Fyrir hundrað árum voru líka komin seglskip til að veiða fisk. Þá var mest af aflanum verkað sem saltfiskur og selt til útlanda. Svo komu trillubátar með vél í staðinn fyrir árabáta, vélbátar og togarar í staðinn fyrir seglskipin. Veiðiskipin urðu stærri og fullkomnari og gátu veitt meira. Í landi risu frystihús og bræðslur og söltunarstöðvar til að vinna aflann. Þó að fremur fátt fólk vinni á sjó eða í fiski hefur það mjög stórvirk tæki. Þess vegna getur það framleitt gríðarmikið af vönduðum vörum sem seldar eru til útlanda. Fiskveiðarnar hafa fært okkur mikinn auð. Fiskurinn í sjónum Langalengi veiddu Íslendingar allan sinn fisk á árabátum. Fyrir hundrað árum var líka farið að gera út seglskip. Þau voru lokuð að ofan og ekki eins hættuleg í vondu veðri. Í fiskvinnu fyrir hundrað árum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=