Lífið fyrr og nú

49 Nú stofna flestir heimili í þéttbýli. Á ferðalögum njóta bæjarbúar náttúru landsins. Áður fyrr áttu allir heima í sveit en nú búa langtum fleiri í bæjum og þorpum. Allir fá samt matvörur úr sveitinni, til dæmis mjólk, kjöt og grænmeti. Margir bæjarbúar njóta þess að ferðast um sveitir landsins. Íslendingar eiga landið sitt saman og þurfa að hjálpast að við að fegra það og spilla ekki náttúru þess. Útlendingar koma líka til að ferðast um landið. Margir vinna við að flytja ferðamenn um landið, taka á móti þeim og selja þeim mat og gistingu. Þannig skapa ferðamenn atvinnu.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=