Lífið fyrr og nú

48 Sveitirnar hafa breyst mikið frá því sem var í gamla daga. Nú býr þar miklu færra fólk og margir sveitabæir eru komnir í eyði, enginn á þar lengur heima. En bændur nota vélar og tæki til að rækta stór tún og annast miklu fleiri kýr og kindur en fólk gat haft í gamla daga. Ein fjölskylda í sveit getur nú hæglega framleitt mjólk eða kjöt handa fólki sem býr við heila götu í bæ eða þorpi. Lífið í sveitinni er á ýmsan hátt ólíkt lífinu í þéttbýli. Sveitakrakkar hjálpa oft til við skepnurnar. Margir þeirra eiga heima langt frá skólanum og fara á milli í skólabíl. Sveitin og landið Ennþá eru sveitabæir á Íslandi. En þeir eru allt öðruvísi en í gamla daga. Í sveitinni heyjar fólk á sumrin. Nú er það gert með vélum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=