Lífið fyrr og nú

47 Á stríðsárunum ákváðu Íslendingar að gera land sitt algerlega sjálfstætt. Konungurinn í Danmörku skyldi ekki lengur vera konungur Íslands heldur skyldu Íslendingar velja sér sinn eigin forseta. Þá breyttist Ísland í lýðveldi. Lýðveldið var stofnað á mikilli hátíð á Þingvöllum 17. júní 1944. Dagurinn var valinn af því að hann var afmælisdagur Jóns Sigurðssonar, þjóðhetjunnar úr sjálfstæðis- baráttunni. Síðan er 17. júní þjóðhátíðardagur Íslendinga. Flest sjálfstæð lönd eru miklu fjölmennari en Ísland. Þess vegna eru Íslendingar kallaðir smáþjóð. Ísland á margs konar samvinnu við önnur lönd. Til dæmis við Danmörku. Áður réðu Danir yfir Íslandi, en nú eru Danir og Íslendingar sjálfstæðar vinaþjóðir. Með stofnun lýðveldisins 1944 fékk Ísland fullt sjálfstæði. Á fimmtíu ára afmæli lýðveldisins var haldin þjóðhátíð á Þingvöllum. Sjálfstæði Íslendinga 3, 14. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=