Lífið fyrr og nú

46 Gamalt fólk man enn eftir stríðsárunum þó að meira en fimmtíu ár séu liðin. Til Íslands komu margir breskir og bandarískir hermenn og á hafinu voru oft bardagar milli herskipa, flugvéla og kafbáta. Íslendingar börðust ekki í stríðinu en margir sjómenn fórust þegar skip urðu fyrir skotum og sprengjum. Að sumu leyti græddu Íslendingar samt á stríðinu. Þeir gátu selt fisk til útlanda fyrir meiri peninga en venjulega og margt fólk fékk gott kaup í vinnu hjá hernum. Á stríðsárunum Íslensk börn og útlendir hermenn í Reykjavík. Hermennirnir voru hér ekki sem óvinir. Þessi börn eru nú orðin afar og ömmur. Hitler var foringi nasista sem stjórnuðu Þýskalandi í stríðinu. Nasistar lögðu undir sig mörg lönd en töpuðu samt að lokum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=