Lífið fyrr og nú

45 Á heimastjórnartímanum urðu margs konar framfarir á Íslandi. Landið varð nútímalegra og ekki eins fátækt og áður. Þess vegna gat það líka fremur verið sjálfstætt. Í lýðræðisríkjum kýs fólkið þingmenn til að stjórna. Allir mega hafa sínar skoðanir og segja hvað þeim finnst. Kosningaréttur á Íslandi var fyrst þannig að fáir máttu kjósa og eingöngu karlmenn. Svo fékk allt fullorðið fólk að kjósa, einnig konur. Það var auðvitað meira lýðræði. Á þann hátt fóru konur að hafa áhrif á stjórn landsins. Konur fengu líka smátt og smátt jafnrétti á öðrum sviðum. Þær máttu fara í sömu skóla og karlmenn og vinna sömu störf. Bríet Bjarnhéðinsdóttir var foringi kvenna í baráttunni fyrir jafnrétti. Laufey dóttir hennar var fyrsta stúlkan sem gekk í menntaskóla á Íslandi. Í lýðræðisríki eru kosningar þar sem fólkið ákveður sjálft hverjir stjórna landinu. Sjálfstæði Íslendinga 3, 6. og 7. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=