Lífið fyrr og nú

44 Þótt Íslendingar fengju stjórnarskrána héldu þeir sjálfstæðisbaráttunni áfram og smám saman létu Danir undan. Fyrst kom íslenskur ráðherra í Reykjavík í staðinn fyrir danska ráðherrann í Kaupmannahöfn. Það var kallað heimastjórn. Fyrsti ráðherrann hét Hannes Hafstein. Hann var líka skáld og orti mörg falleg kvæði. Seinna urðu ráðherrarnir fleiri. Þá er talað um ríkisstjórn. Svo samþykktu Danir að Ísland yrði fullvalda ríki. Þá varð Ísland sérstakt ríki þar sem Íslendingar réðu mestu sjálfir. Danski kóngurinn var samt áfram konungur yfir Íslandi. Heimastjórn Í Reykjavík 1. desember 1918. Fólk fagnar því að Ísland varð fullvalda ríki – samt í tengslum við Danmörku. Stytturnar tvær minna á áfanga í sjálfstæði Íslands. Danskur konungur með stjórnarskrá handa Íslandi. Og Hannes Hafstein, fyrsti íslenski ráðherrann.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=