Lífið fyrr og nú

43 Foringi Íslendinga í sjálfstæðisbaráttunni hét Jón Sigurðsson. Hann er kallaður þjóðhetja Íslendinga af því að hann vann mjög vel fyrir land sitt og þjóð. Jón Sigurðsson var alþingis­ maður en þingið starfaði þá bara nokkrar vikur í einu og réð ekki eins miklu og Alþingi ræður núna. Jón Sigurðsson var aldrei ráðherra því að á hans dögum voru engir íslenskir ráðherrar. Í staðinn réðu ráðherrarnir í Danmörku líka yfir Íslandi. Jón Sigurðsson var aldrei forseti Íslands því að Íslendingar höfðu þá engan forseta. Í staðinn var konungur Danmerkur líka konungur yfir Íslandi. En Jón var oft kosinn forseti Alþingis. Síðustu hundrað árin heita tuttugasta öld. Hún er frá ártalinu 1900 upp í 2000. Þar á undan var nítjánda öld frá 1800 til 1900. Jón Sigurðsson lifði á 19. öld. Ísland fékk stjórnarskrá árið 1874. Þá var Jón orðinn roskinn maður. Í stjórnarskránni er sagt hvernig á að stjórna landinu en Alþingi setur lögin. Sjálfstæði Íslendinga 3, 3. og 4. kafli Ári› 2000 Ísland undir útlendum konungum Sturlungaöld Kristnitaka Jón Sigur›sson fæddist Jón Sigur›sson dó 20. öldin 19. öldin Ári› 2000 Ári› 1900 Ári› 1874 Stjórnarskrá Ári› 1800 100 ár 1000 ár

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=