Lífið fyrr og nú

42 Jón Sigurðsson átti heima í Kaupmannahöfn en kom til Íslands til að vera á Alþingi. Lengi fannst Íslendingum eðlilegt að Danakonungur og danskir embættismenn réðu yfir Íslandi. En svo kom að því að Íslendingar vildu ráða yfir landi sínu sjálfir. Þá fóru þeir að semja við Dani um ýmsar breytingar á stjórn landsins. Fyrst fengu Íslendingar að kjósa þingmenn til Alþingis. Þingið réð ekki miklu í fyrstu en þingmenn heimtuðu meira sjálfstæði fyrir Ísland. Loks féllust Danir á að Alþingi mætti setja lög sem giltu á Íslandi. Það var samþykkt með sérstökum lögum sem konungur setti og heita stjórnarskrá. Öld Jóns Sigurðssonar Jón Sigurðsson var foringi Íslendinga þegar þeir byrjuðu að keppa að meira sjálfstæði.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=