Lífið fyrr og nú

41 Á sama tíma og Jón Steingrímsson var uppi var fógeti sem hét Skúli Magnússon. Venjulega var fógetinn danskur, en Skúli var fyrsti Íslendingurinn sem varð fógeti. Skúli fógeti vildi breytingar og framfarir svo að Ísland yrði ekki áfram fátækt land. Skúli fékk konunginn til að hjálpa sér að stofna nýtt fyrirtæki á Íslandi. Það hét Innréttingarnar og var í Reykjavík. Innréttingarnar ráku meðal annars verksmiðjur til að búa til fataefni úr ull. Innréttingarnar byggðu mörg hús. Fólk gat flutt til Reykjavíkur og fengið vinnu hjá Innréttingunum. Áður var Reykjavík bara sveitabær en á þessum tíma byggðist þar upp þorp. Seinna varð þorpið að höfuðborg landsins. Framfarir urðu þó hægar á Íslandi. Móðuharðindin gengu yfir og Íslendingar urðu ennþá fátækari en áður. Reykjavík Veitingahús við Aðalstræti í Reykjavík. Þetta var eitt af húsum Innréttinganna í gamla daga. Skúli fógeti er nefndur „faðir Reykjavíkur“ af því að hann kom Innréttingunum á fót. Sjálfstæði Íslendinga 2, 11. og 12. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=