Lífið fyrr og nú

Jón Steingrímsson átti heima í þessum helli einn vetur. Hann stækkaði hellinn með því að höggva úr klettinum. Jón Steingrímsson var að messa á Kirkjubæjarklaustri þegar hraunið rann fram og stefndi á kirkjuna. Hann lauk samt við messuna, en á meðan stansaði hraunið og rann aldrei lengra. 40 Móðuharðindin Sjálfstæði Íslendinga 2 bls. 86–87 Einu sinni varð ógurlegt eldgos sem var kallað Skaftáreldar. Hraun rann yfir 13 sveitabæi og skemmdi margar fleiri jarðir. Aska huldi grasið nálægt eldgígunum. Blá móða lá yfir landinu og grasið skemmdist af eiturefnum frá gosinu. Á sama tíma var kalt í veðri og hafís á sjónum. Fjöldi húsdýra dó af því að heyið var eitrað eða of lítið. Allar þessar hörmungar eru kallaðar Móðuharðindi. Þúsundir manna dóu úr hungri. Í sveitum, sem voru nálægt eldgosinu, varð margt fólk að flýja undan öskufalli og glóandi hrauni. Presturinn í þessum sveitum hét Jón Steingrímsson. Jón missti húsdýr eins og aðrir og konan hans dó. En hann vildi ekki fara frá sóknarbörnum sínum. Hann reyndi að hughreysta þau og hjálpa þeim.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=