Lífið fyrr og nú

39 Forseti Íslands býr á Bessastöðum á Álftanesi. Á Íslandi voru embættismenn sem áttu að vinna fyrir kónginn og ráða yfir fólkinu. Einn embættismaðurinn var kallaður fógeti. Svo voru sýslumenn út um allt land. Þeir voru bæði lögregla og dómarar. Menn borguðu skattana sína til sýslumannsins. En æðsti embættismaðurinn var danskur og átti heima á Bessastöðum. Í hverri sveit voru hreppstjórar eins og nú. Mjög fátækt fólk varð að biðja hreppstjórana um hjálp. Oft samdi hreppstjóri við einhvern bónda um að hafa fátæk börn og fékk bóndinn þá borgað fyrir. Í hverri sveit var líka prestur. Hann sá um að börnum væri kennt að lesa þó að þau færu ekki í skóla og að þau lærðu kristinfræði áður en þau fermdust. Hreppstjórinn borgaði fólki fyrir að hafa fátæk börn. Stundum lentu þau hjá fólki sem hugsaði illa um þau og lét þau vinna alltof mikið. Sjálfstæði Íslendinga 2, 8. kafli

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=