Lífið fyrr og nú

38 Mörg íslensk börn þekkja Tívolí í Kaupmannahöfn. Í mörg hundruð ár var Kaupmannahöfn höfuðborg Íslands. Það var löng ferð frá Danmörku til Íslands. Margir Danir, sem unnu við að stjórna Íslandi, komu aldrei hingað. Æðsti maður yfir Íslandi var kóngur. Fyrst var það kóngurinn í Noregi. Svo eignaðist konungur Danmerkur Noreg og eftir það réð hann líka yfir Íslandi. Danakonungur kom til dæmis á siðaskiptum og einokunarverslun. Svo voru Íslendingar látnir samþykkja að kóngurinn væri einvaldur. Eftir það áttu menn að hlýða öllu sem kóngurinn skipaði. Þetta gerðist í Kópavogi á samkomu sem er nefnd Kópavogsfundur. Danakonungur bjó í Kaupmannahöfn og kom aldrei til Íslands. Hann gat ekki hugsað sjálfur um allt sem þurfti að gera. Því voru það aðallega skrifstofumenn í Kaupmannahöfn sem stjórnuðu Íslandi. Íslendingum fannst oft að Danir hefðu ekki mikið vit á því sem gerðist hér á Íslandi. Yfirvöldin

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=