Lífið fyrr og nú

37 Íslendingar kunnu að búa til flest sem þeir þurftu að nota. Sumt urðu þeir samt að kaupa frá útlöndum, til dæmis mjöl í brauð og graut, líka járn og timbur til að smíða úr. Búðir voru bara á nokkrum stöðum sem hétu kaupstaðir. Búðin var lokuð á veturna en á sumrin kom kaupmaður frá útlöndum og opnaði búðina. Þangað komu bændur til að kaupa og selja vörur. Þeir borguðu með sínum vörum, til dæmis harðfiski, ull, sokkum og vettlingum. Þessar vörur fluttu kaupmenn til útlanda og seldu þar. Á Íslandi var lengi einokunarverslun. Þá máttu bara danskir kaupmenn koma til Íslands og aðeins hafa eina búð á hverjum stað. Þeir borguðu kónginum mikla peninga fyrir að mega versla. Þess vegna urðu þeir að græða mikið á versluninni. Íslendingum þótti líka vörurnar hjá kaupmönnunum bæði vondar og dýrar. En þeir urðu samt að versla við þá því að það voru engar aðrar búðir. Í kaupstað lögðu Íslendingar inn ullarsokka og vettlinga sem kaupmenn seldu í útlöndum. Á leið heim úr kaupstað. Sjálfstæði Íslendinga 2, 7. kafli Störfin bls. 19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=