Lífið fyrr og nú

Verslun 36 Í gamla daga notuðu Íslendingar sjaldan peninga. Það sem menn keyptu borguðu þeir fremur með vörum. Bóndi gat til dæmis borgað vinnumanninum kaupið með smjöri. Vinnumaðurinn gat svo selt smjörið, kannski fyrir hest. Sumir bændur, sem áttu heima við sjóinn, höfðu fá húsdýr. Í staðinn áttu þeir báta og réðu menn til að róa á þeim og veiða fisk. Þessir bændur áttu oft harðfisk sem þeir seldu til dæmis í skiptum fyrir smjör eða ull. Á sama hátt gat duglegur trésmiður hjálpað fólki sem var að byggja nýja baðstofu. Duglegur járn- smiður smíðaði ljái til að slá gras, og skeifur til að járna hestana með. Fólk borgaði smiðunum með mat eða fötum. Smiðjan var sérstakt hús þar sem menn smíðuðu úr glóandi járni, til dæmis skeifur á hestana.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=