Lífið fyrr og nú

35 Heyið var bundið í bagga og flutt heim á hestum. Hestarnir voru líka notaðir til að flytja hluti. Íslendingar áttu samt ekki hestvagna. Hestarnir þurftu að bera allt á bakinu. Þeir báru heyið heim að bænum. Þeir báru vörur sem bóndinn keypti og seldi. Og þegar fjölskyldan flutti á annan bæ þurftu hestarnir að bera það sem fólkið tók með sér. Allt sem var flutt á hesti þurfti að binda í tvo bagga og hengja sinn hvorum megin á hestinn. Baggarnir urðu að vera jafnþungir svo að ekki hallaðist á hestinum. Þegar mikið þurfti að flytja voru notaðir margir hestar. Hestarnir voru þá festir hver aftan í annan. Það hét lest. Einn krakki gat farið með heila lest af hestum, til dæmis þegar heyið var flutt heim. Góður söðull eða hnakkur var verðmæt eign. Heimilið bls. 19 Störfin bls. 18

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=