Lífið fyrr og nú

34 Farið yfir djúpa á. Fólk og farangur er ferjað á bát en hestarnir synda. Í gamla daga riðu konur í söðli. Ekki þótti fínt að þær sætu klofvega á hesti. Á hestbaki Í gamla daga voru engir bílar til. Í staðinn notuðu menn hesta. Hestar voru á hverjum bæ og krakkar lærðu að sitja hest þó að þau hefðu engan hnakk og bara bandspotta í staðinn fyrir beisli. Karlmenn riðu í hnakk líkt og núna en konur riðu í söðli með báða fætur sömu megin. Þær voru líka alltaf í síðum pilsum. Hestarnir þurftu enga vegi. Þeir voru duglegir við að bera fólk yfir grjót og sand og þúfur, upp og niður brekkur. Það var meira að segja hægt að ríða yfir svo djúpar ár að hestarnir þyrftu að synda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=