Lífið fyrr og nú

33 Búskapurinn gekk misjafnlega. Stundum var góðæri. Þá spratt grasið vel, fólk fékk nóg hey handa skepnunum og þær gáfu af sér mikið af mjólk og kjöti. Hjá sjómönnum var góðæri þegar vel veiddist. Stundum var líka hallæri. Grasið spratt þá illa vegna kulda eða heyið skemmdist af rigningum. Það vantaði hey og skepnurnar gátu dáið úr hungri. Stundum var lítill afli á sjónum. Eld- gos gátu valdið hallæri með því að skemma grasið. Ef hafís þakti sjóinn upp að landi var ekki hægt að veiða fisk og skip komust ekki með mat frá útlöndum. Í hallæri vantaði fólk mat. Fátækt fólk varð jafnvel að flýja frá heimilum sínum og biðja um mat á öðrum bæjum.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=