Lífið fyrr og nú

Sjósókn var hættuleg í vondu veðri. Hættulegust var lendingin, þegar koma þurfti bátunum að landi, af því að hafnir voru óvíða. Hesturinn var oft nefndur þarfasti þjónninn. Áhættusamt líf Áður fyrr var fólk miklu fátækara en við erum núna. En það kunni að lifa af litlu og oft leið því vel. Slys voru þó algeng, til dæmis á sjónum. Ef einhver slasaðist eða missti bæinn sinn í bruna fékk hann ekkert borgað því að það voru engar tryggingar. Fyrir veikt fólk voru engir spítalar. Læknar voru örfáir og þeir höfðu ekki þau meðul og tæki sem nú eru til. Fólk lifði yfirleitt ekki eins lengi og núna. Algengt var að hjón eignuðust heilan hóp af börnum en mörg þeirra dóu á unga aldri. Það var líka algengt að börn misstu pabba sinn eða mömmu. Einstæðir foreldrar urðu oft að láta börnin frá sér. Þau ólust þá upp hjá öðru fólki. 32 Heimilið bls. 11 Fjölskyldan bls. 18–19

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=