Lífið fyrr og nú

31 Til að skrúbba potta og matarílát hafði fólk hrjúfan vikurstein eða prjónaðan pottaþvegil úr grófu hrosshári. Það var erfitt að hreinsa húsin og því var fólk vant því að hafa óhreint í kringum sig. Moldargólf og veggi úr torfi og grjóti er ekki hægt að þvo. Í fínum baðstofum var trégólf og timburveggir. Þá var hægt að skúra gólfið með blautum sandi þegar búið var að moka út mestu óhreinindunum. Skólpi og úrgangi var hent í gryfju fyrir framan bæinn. Úr henni gat komið heilmikil fýla þegar hlýtt var í veðri. Af eldinum í hlóðunum kom líka mikil lykt og svartur reykur. Konur sem unnu mikið í eldhúsinu gátu orðið alveg svartar í framan. Heimilið bls. 13 Störfin bls. 12 Á trégólf safnaðist skán af óhreinindum sem þurfti að bleyta upp og moka út.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=