Lífið fyrr og nú

30 Föt voru þvegin úr hlandi og skoluð í rennandi vatni. Allir höfðu kopp undir rúminu til að pissa í á nóttunni. Hreinlæti Í gamla daga var ekkert klósett í húsum. Allir höfðu kopp undir rúminu sínu sem þeir pissuðu í á nóttunni. Annars gerði fólk það bara úti. Til að kúka fór maður út eða gerði það í fjósinu hjá kúnum. Það var hvorki til sápa né þvottaefni, en hland losar óhreinindi líkt og sápa. Þess vegna var því safnað, bæði úr fólkinu og úr kúnum, og notað til að þvo úr. Fólk hafði ekki heldur heitt vatn nema hita það í potti. Föt voru þvegin úr hlandi og skoluð í köldu vatni úti í læk. Fólk kunni að fá góða lykt í sparifötin með því að setja blóm eða grös í fatakistuna. Menn þvoðu sér um andlit og hendur í köldu vatni. En fólk fór sjaldan í bað. Fyrir jólin var þó að minnsta kosti hitað baðvatn svo að allir gætu þvegið sér hátt og lágt.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=