Lífið fyrr og nú

29 Svaladrykkurinnvar blandaaf súrrimysu og vatni sem fólk fékk sér úr blöndukönnu. Laufabrauð eru prýdd útskornu munstri. Heimilið bls. 14–15 og 21–22 Störfin bls. 28–29 Oft var eldaður grautur úr mjólk og mjöli, stundum líka fjallagrösum. Hræringur var blanda af graut og skyri. Oft var hafður hræringur bæði í morgunmat og kvöldmat. En í miðdagsmat var algengt að hafa harðfisk og smjör. Slátur og kjöt var fremur sparimatur. Kjötið var ýmist borðað sem hangikjöt eða út í kjötsúpu. Mjöl frá útlöndum var hægt að kaupa hjá kaupmönnum. Mest var það notað í graut. Stundum var þó bakað brauð, til dæmis flatkökur úr rúgmjöli. Það allra fínasta var laufabrauð úr hveitimjöli. Helsti svaladrykkurinn var súr mysa sem var blönduð með vatni og kölluð blanda.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=