Lífið fyrr og nú

28 Aðalfæða fólksins var mjólk úr kúm og kindum. Mjólkin stóð í trogum þangað til rjóminn flaut ofan á. Hann var látinn í strokk og strokkaður svo að hann breyttist í smjör. Í trogunum var eftir undanrenna. Í hana var sett efni úr kálfsmaga svo að hún þykknaði og varð að skyri. Þá kom líka úr henni vökvi sem heitir mysa. Fólk hafði ekki ísskápa eða frysti til að geyma matinn í. Mjólkurmaturinn var geymdur með því að láta hann súrna. Soðið kjöt og slátur var geymt í súrri mysu. Þá skemmdist það ekki en varð súrt á bragðið. Fiskur var þurrkaður og geymdur sem harðfiskur. Kjöt var líka hægt að þurrka í reyknum í eldhúsinu. Þá varð það að hangikjöti. Matur Þegar rjóminn var strokkaður í strokki breyttist hann í smjör. Í þorramat er margt af því sem fólk borðaði í gamla daga.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=