Lífið fyrr og nú

27 Allir notuðu ullarsokka sem náðu upp á læri. Sokkabönd héldu sokkunum uppi. Karlmenn gengu í buxum með axlaböndum. Þær náðu bara niður að hné. Karlmenn höfðu sítt hár og notuðu skotthúfu þegar þeir voru ekki með hatt. Spariföt þeirra voru skrautlegt vesti og síður jakki sem hét mussa. Fólk gekk í ullarfötum sem það bjó til heima. Sumt var prjónað, til dæmis sokkar og nærföt. Allir lærðu að prjóna, bæði strákar og stelpur. Efni í saumuð föt þurfti að vefa í vefstól. Tvinna bjó fólk til úr ull og tölur úr beini en sparihatta og fína hálsklúta þurfti að kaupa í búð. Feðgar í sparifötum. Barnaföt voru lík fötum fullorðinna. skinnskór Fötin voru lituð með litarefni úr jurtum. skóþvengir prjónasokkar hnébuxur belgvettlingar stakkur húfa hetta trefill Fjölskyldan bls. 20 Störfin, myndir í öllu heftinu

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=