Lífið fyrr og nú

26 Spariföt kvenna hétu faldbúningur, kennd við faldinn sem þær báru á höfði. Konur voru í síðum pilsum við alla vinnu. Fatnaður faldur treyja stokkabelti sam­ fella Í gamla daga voru konur og stelpur aldrei í buxum. Þær gengu í síðum pilsum, undirpilsi og utanyfirpilsi, og stundum með svuntu í viðbót. Að ofan voru konur innst í nærskyrtu. Svo í ermalausu vesti sem var reimað að framan og hét upphlutur. Þar utan yfir kom treyja. Þá voru ekki til brjóstahaldarar en upphluturinn kom í staðinn fyrir þá. Þegar konum varð heitt við vinnuna fóru þær úr utanyfirpilsinu og treyjunni og voru bara á upphlutnum. Löngu seinna var upphluturinn gerður að spariflík. Konur höfðu hárið í tveimur fléttum og gengu oftast með skotthúfu. sproti handlína höfuðklútur hálsklútur kragi

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=