Lífið fyrr og nú

25 Það var líka mikil vinna að búa til það sem fólk þurfti að nota. Það var svo fátt sem hægt var að kaupa. Fólk bjó til næstum öll fötin sín úr ull af kindunum. Á vorin þurfti að rýja kindurnar. Svo var ullin þvegin. Á veturna, þegar minna var að gera úti, sat fólkið inni í baðstofu og vann úr ullinni. Það þurfti að greiða hana sundur og gera úr henni þráð sem svo var spunninn á snældu eða rokk. Úr honum var svo hægt að prjóna flíkur eða vefa fataefni. Skinnin af húsdýrunum voru líka notuð í skó og hlífðarföt. Ekki voru til regngallar eða gúmmístígvél heldur notuðu menn skinnklæði í hlífðarföt, til dæmis sjómenn. Fólk kunni líka að smíða úr tré og járni, flétta reipi úr hrosshári og fleira. Skór voru saumaðir úr skinni. Í langan tíma var öll ullin spunnin á snældu. Prjónar Fjölskyldan bls. 12–13 og 16–17 Störfin, öll bókin Svo kom nýtt tæki til að spinna: rokkurinn.

RkJQdWJsaXNoZXIy MjIxNzc=